Yfir skákborðinu: Dominic Lawson teflir við Magnús Carlsen og Sol Campbell

Blaðamaðurinn Dominic Lawson bryddar upp á sérdeilis skemmtilegri útgáfu af útvarpsþætti í seríunni „Across the board“ sem mætti kannski kalla „Yfir skákborðinu“ á hinu ilhýra. Lawson, sem er bróðir sjónvarpskokksins Nigellu Lawson, er þéttur skákmaður og hefur m.a. komið að skipulagningu heimsmeistaraeinvígis þeirra Karpovs og Kasparovs árið 1984, skrifað bókina „The inner game“ sem fjallar um einvígi Kasparovs og Nigel Short ásamt því að skrifa vikulegan skákdálk í tímaritið Standpoint.

Í þessu nýjasta útspili teflir Lawson við þekkt fólk í beinni útsendingu og er hægt að fylgjast með skákinni á sérstakri heimasíðu þáttarins. Stórmeistarinn Daniel King lýsir svo því sem er að gerast á borðinu.

Hér á eftir fara tveir þættir – Annars vegar teflir Lawson við heimsmeistarann Magnus Carlsen og hins vegar knattspyrnumanninn Sol Campbell.

Gjöriði svo vel!

magnus_carlsen_lawson

Magnús Carlsen teflir við Dominic Lawson

Magnús Carlsen

Lawson og Sol Campbell

Lawson og Sol Campbell

Sol Campbell

Facebook athugasemdir