Vladimir Kramnik tók Veselin Topalov í karphúsið

Vladimir Kramnik tók Veselin Topalov í karphúsið á Ólympíuskákmótinu í Tromsö þegar Rússar og Búlgarar mættust.

Kramnik og Topalov er erkióvinir síðan þeir háðu einvígi um heimsmeistaratitilinn árið 2006. Þá kom Topalov með fráleitar ásakanir um að Kramnik notaði klósettferðir til að ráðfæra sig við tölvu. Síðan hafa þeir ekki tekist í hendur.

Alls hafa kapparnir teflt 59 skákir. Kramnik hefur unnið 16 og Topalov 11. Það gerir 32 jafntefli, en það eru sannarlega ekki úrslitin í skák dagsins!

Facebook athugasemdir