Viswanathan Anand sigrar á Stórmótinu í Bilbao – Fer yfir 2800 stig með sigri í lokaumferðinni

Viswanathan Anand innsiglaði sigur á Stórmótinu í Bilbao á föstudag.

Anand gerði jafntefli við fyrv. Heimsmeistarann Ruslan Ponomariov og er nú með 11 stig, sem tryggir fjögura stiga forskot á Levon Aronian (2801), sem vermir annað sætið með 7 stig.

Þrjú sig fást fyrir vinning í mótinu og eitt fyrir jafntefli.

Anand svaraði drottningarpeðs byrjun (1. d4) Ruslan með Drottnignarbragði og tryggði sér jafnteflið með þráskák í 41. leik; öðrum kosti hefði hann þurft að gefa biskup sinn sem hefði fært Ruslan Ponomariov sigurinn á silfurfati.

Staðan eftir 37. Kf1 - Anand þráskákar til að koma í veg fyrir mannstap.

Staðan eftir 37. Kf1 – Anand þráskákar til að koma í veg fyrir mannstap.

Umferðin var með rólegra móti enda lauk hinni skák umferðarinnar einnig með jafntefli. Þar áttust við Paco Vallejo og Levon Aronian en Paco hélt skákinni allan tímann í jafnvægi og var jafntefli samið í hróksendatafli þar sem hvorugur getur fræðilega unnið.

Ljóst er að Anand er í feikna formi fyrir einvígið við Heimsmeistarann Magnús Carlsen sem fram fer í nóvember. Einvígið hefur gjarnan verið gagnrýnt fyrir þær sakir að áskorandinn, Viswanathan Anand, væri einfaldlega ekki nógu stigahár til að geta talist trúverðurgur í hlutverki sínu; Fyrir örfáum dögum leit út fyrir að einvígið yrði á milli stigahæsta skákmanns heims og sjöunda stigahæsta skákmanns heims. Anand mætir þessu mótlæti af fullkomnu æðruleysi og hefur nú tyllt sér í 4. sæti heimslistans og líklega 3. sætið, sigri hann á laugardag. Einvígið um Heimsmeistaratitilinn hefur því tekið á sig allt annan brag en leit út fyrir í fyrstu!

CaptureÞess má geta að ef Anand sigrar á laugardag, þá er ljóst að hann fer að nýju upp fyrir 2800 skákstig!, sem er lögheimili þeirra allra bestu.

Staðan: 

Viswanathan Anand – 11 stig
Levon Aronian – 7 stig
Ruslan Ponomariov – 5 stig
Paco Vallejo – 2 stig

Facebook athugasemdir