Vin Open: Afmælismót Finns Kr. Finnssonar!

CIMG3896Vinaskákfélagið og Hrókurinn bjóða til hraðskákmóts í Vin, Hverfisgötu 47, mánudaginn 9. mars kl. 13. VIN OPEN er einn af sérviðburðum í tengslum við alþjóðlega Reykjavíkurskákmótið, og er jafnframt afmælismót kempunnar Finns Kr. Finnssonar sem varð áttræður á dögunum.

Heiðursmaðurinn Finnur hefur um áratugaskeið auðgað íslenskt skáklíf, jafnt sem keppandi og kennari, og það er vinum hans í Vinaskákfélaginu og Hróknum mikið ánægjuefni að heiðra hann á þessum tímamótum.

Allir eru velkomnir á mótið í Vin og er þátttaka ókeypis. Að vanda verður boðið upp á ljúffengar veitingar og ýmis verðlaun.

Facebook athugasemdir