Viltu vera Liðsmaður Hróksins? Hjálpaðu okkur að vinna í þágu barna á Íslandi og Grænlandi — með gleði og kærleika að leiðarljósi!

Sund_Graenland_BlaalonidHrókurinn hefur hrint af stað átaki til að fjölga LIÐSMÖNNUM HRÓKSINS, sem standa á bak við hin fjölbreyttu verkefni félagsins í þágu barna á Íslandi og Grænlandi. Liðsmenn Hróksins greiða árlega upphæð að eigin vali og fá í staðinn mynd úr starfi Hróksins á Grænlandi, félagsskírteini og boð á viðburði.

Hægt er að gerast liðsmaður Hróksins hér: http://hrokurinn.is/lidsmenn/

Hrókurinn hefur á þessu ári staðið fyrir skákhátíðum í 5 bæjum og þorpum á Grænlandi. Við skipulögðum Grænlenska daga í Reykjavík ásamt vinum okkar, stöndum að fatasöfnun fyrir börn á Austur-Grænlandi, og tökum af lífi og sál þátt í sundkrakkaverkefninu. Hér heima sinnum við líflegu starfi meðal fólks með geðraskanir, heimsækjum Barnaspítala Hringsins vikulega og gerum ótal margt fleira skemmtilegt í anda kjörorða Hróksins: Við erum ein fjölskylda.

Í orðsendingu frá Hrafni Jökulssyni forseta Hróksins á Facebook segir:

Nú leitum við til vina og velunnara um að gerast Liðsmenn Hróksins fyrir upphæð að eigin vali og eftir efnum og ástæðum.

Ég heiti á ykkur að hjálpa okkur að halda áfram að framleiða ánægjustundir, með kærleika og gleði að leiðarljósi.

 

Hrafn Jökulsson

Graenland_sund

graenland

19

Facebook athugasemdir