Víking-skákmót Hróksins og Stofunnar á miðvikudagskvöld

vikingmotid

Starfsmenn Stofunnar, Ísidór og Alla, með verðlaunagrip mótsins

Hrókurinn og Stofan bjóða til Víking-skákmótsins á Stofunni, Vesturgötu 3, miðvikudagskvöldið 28. september kl. 20. Tefldar verða átta umferðir með 5 mínútna umhugsunartíma. Þátttökugjöld eru engin, nema gott skap og leikgleði.

Skákmót Hróksins á Stofunni hafa unnið sér fastan sess í skáklífinu, enda Stofan aðal-skákkaffihús borgarinnar, og þar er góð aðstaða til að iðka þjóðaríþróttina.

Veitingar eru á tilboðsverði og góð verðlaun í boði. Keppendur eru hvattir til að skrá sig sem fyrst á Facebook-síðu viðburðarins: https://www.facebook.com/events/172174339888234/

Facebook athugasemdir