Vel smurðar vélar í Vegas

Dagur Arngrímsson heldur áfram að gera gott mót í Las Vegas. Í gærkveldi tryggði hann sér laust sæti í milljónamánudeginum, en þar verður tekist á um peningaverðlaun sem veitt eru í ýmsum flokkum. Dagur teflir í u/2499 stiga flokki, sem er að vísu eitthvað nær því að vera u/2399 stiga flokkur, því 100 elóstigum er bætt við FIDE-stig allra keppenda svo jafna megi stöðu þeirra sem hafa svokölluð USCF stig, sem er Amreríska útgáfan af alþjóðlegum stigum. Dagur hefur þegar tryggt sér að lágmarki 5.000$ en gæti unnið allt að 40.000$ ef vel gengur.

Björn Þorfinnsson (2389) tekur einnig þátt í mótinu. í 6. umferð notaði hann svörtu mennina gegn Adithya Balasubramanian (2289) og óð í vélarnar eins og honum einum er lagið.

Gjöriði svo vel!

Facebook athugasemdir