Vaxandi tvíburar í skákinni

Þeir tvíburar Björn Hólm og Bárður Örn Birkissynir eru ungir og efnilegir skákmenn. Skákstíll þeirra virðist í hvassara lagi  en t.a.m. má búast við að sjá Smith-Morra gambítinn á borðinu í skákum þeirra. Litlu munar á elóstigum þeirra en að þessu sinni lentu þeir í sitthvorum flokknum í Haustmóti TR.  Björn er örlítið stigahærri og slapp inn í B-flokk Haustmótsins á meðan Bárður er stigahæstur í C-flokki.

Báðir hafa þeir byrjað nokkuð vel og í annarri umferð í C-flokki átti Bárður Örn skemmtilega skák í C-flokki gegn Spánverjanum Estanislau Plantada þar sem hann fórnaði manni snemma tafls fyrir nánast óstöðvandi sókn.

Það er hollt fyrir unga skákmenn að tefla hvasst og af krafti, þannig skerpa þeir þekkingu sína og yfirsýn á hin ýmsu taktísku mynstur. Flott skák hjá Bárði! (Takið einnig eftir mjög flottri skák í skýringum við skákina!)

Facebook athugasemdir