Útskrift og Íslandsmeistaratitill á Unglingameistaramóti Íslands

Róbert Lagerman er fjölhæfur maður. Fyrir örfáum áratugum varð hann Íslandsmeistari í miðju prófi! – geri aðrir betur.

Gefum Róbert orðið:

Þessi skák var ein af úrslitaskákum Íslandsmótsins 1978. Árni Ármann Árnason hafði teflt franska vörn, svo mér fannst tilvalið að skella á hann kóngsbragðinu í þessari skák, sem leiðir til afar flókinnar taktískrar stöðu. Árni var greinilega eitthvað undirbúinn enda tefldi ég kóngsbragð nokkuð oft á þessu ári, en ég er nokkuð viss um að hann átti ekki von á þessari mannsfórn, sem á ættir sína að rekja til Muzio-bragðs í Kóngsbragðinu, enda kom á daginn að hann eyddi gífurlegum tíma í byrjun tafls.

Þessi sigur leiddi mig upp á fyrsta borð í síðustu umferð. Úrslitaviðureign við Egil Þorsteins, bróðir IM Karl Þorsteins. Þá skák vann ég eftir hádramtísk augnablik í lok skákar þar sem ég mátaði Egil með örfáar sekúndur á klukkunni.

Til gamans má geta að á meðan úrslitaskákinni stóð, skellti ég mér í próf í Gullinu, lokahefti taflloka hjá T.R. og Í.T.R. Líklega hefur gengið nokkuð á minn tíma í skákinni við Egil, meðan ég var að þreyta lokaverkefnið. Svo það má segja að þetta hafi verið „að slá tvær flugur í einu höggi“ Íslandmeistaratitill og útskrifaður úr endataflslokum hjá Ólafi Hraunberg Ólafssyni.

Facebook athugasemdir