Ungur skáksnillingur heimsækir Ísland

Vesta

Vesta

Haustið 1902 kom ungur skáksnillingur til Reykjavíkur með millilandaskipinu Vesta. Hann hélt William Ewart Napier, 21 árs, fæddur á Englandi 1881. Foreldrar hans ákváðu að freista gæfunnar í Bandaríkjunum þegar William var 5 ára og þar komst hann í kynni við skákgyðjuna og þótti snemma afar efnilegur: varð meistari Brooklyn-skákklúbbsins aðeins 15 ára.

Sumarið áður en Napier tók land í Reykjavík hafði hann staðið sig með miklum sóma á stórmóti í Monte Carlo, og fengið fegurðarverðlaun

Napier

Napier

fyrir sigur á hinum mikla Chigorin. Svona var hinn ungi enskættaði Bandaríkjamaður kynntur fyrir lesendum Þjóðólfs; þar hélt um penna Pétur Zóphóníasson ættfræðingur, sterkasti skákmaður Íslands og frumkvöðull að stofnun Taflfélags Reykjavíkur aldamótaárið 1900:

,,William E. Napier heitir amerikanskur blaðamaður og taflmaður, er kom hingað í haust. Hann er ungur að aldri (21 árs) og ritar í ýms blöð í Bandaríkjunum t. d. The Pittsburg Dispatch, er hann ritstjóri þar að skákdálk, og í fyrra var hann ritstjóri að The American Chess World. Hér ritar hann í ýms blöð vestra um atvinnu og lifnaðarhætti Íslendinga m. m., og dvelur hann hér í vetur.

Í sumar tók hann þátt í alheimskappskákaþinginu í Monakó. Þar tefla beztu taflmenn heimsins. Sá er fékk fyrstu verðlaunin 5000 fr., heitir Maróczy og er Ungverji (f. 3/3 1870 í Szegedin á Ungverjalandi). Síðan tefldi Napier á kappskákaþingi í Hannover, og hlaut verðlaun. Hann vakti mikla eptirtekt fyrir hve vel hann tefldi.

1902 20.9. Reykjavík - Napier - auglýsingHér hefur hann teflt við hina beztu, og hafa allir farið hrakfarir. Þó hefur hann tapað örfáum skákum. Aðalorsökin til þess, að vér fáum þessar hrakfarir, er að vér kunnum ekki skák, þ. e. a. s. byrjanirnar, nema hvað við lærum af að tefla. Hér líta engir í skákbók til þess að læra hverju eigi að leika í þessu tilfelli eða hinu, en slíkt en nauðsyn, til þess að verða ágætur taflmaður. Ættum vér að leggja meiri áherzlu á það, að læra hverju á að leika.“

Napier dvali á Íslandi fram í desember og var mikill aufúsugestur, jafnan reiðbúinn að tefla við skákþyrsta liðsmenn hins unga og tápmikla 1902 20.9. Ísafold - frétt um NapierTaflfélags Reykjavíkur. Aðeins finnast heimildir um að hann hafi tapað einni skák — gegn Pétri — enda vart við því að búast að jafnvel okkar bestu menn gætu veitt meistaranum unga mikla keppni: Reiknað hefur verið út að Napier hafi náð sem nemur 2660 skákstigum og 11. sæti heimslistans.

Síðasta fréttin sem við fundum um Íslandsheimsókn Napiers birtist í blaðinu Reykjavík 18. desember 1902:
,,Blindtefli. Áður en W.E. Napier fór tefldi hann 2 blindskákir í Taflfélagi Reykjavíkur, og vann aðra en önnur varð jafntefli (stud.art. Björns Pálssonar). Napier hefur samt lítið gert af því að tefla blindtefli. Sá eini hér, er nokkuð hefur reynt það, er Björn Pálsson, áður er ekki kunnugt að neinn Íslandlendingur hafi gert það nema séra Stefán heitinn Thordersen.“

1902 18.10. Reykjavík - frétt um NapierAf William Ewart Napier er það að segja, að hann steinhætti að tefla eftir 1905, haslaði sér völl í tryggingabransanum og mun hafa átt farsæla ævi. Þegar hann dó í Washington DC 1952 — nákvæmlegra hálfri öld eftir að hann mátaði skákþyrsta Reykvíkinga — var hann flestum gleymdur sem skákmaður.

Því miður hefur engin af skákum Napiers frá Íslandsheimsókninni varðveist, svo lítum í staðinn á skákina sem færði honum fegurðarverðlaunin í Monte Carlo sama ár:

Facebook athugasemdir