Ungur heimsmeistari tekur gamlan heimsmeistara í bakaríið…

Í tilefni af því að heimsmeistaramót ungmenna stendur nú sem hæst er viðeigandi að skoða skák með Helga Áss Grétarssyni sem varð heimsmeistari 20 ára og yngri 1994.

Mótið var fyrst haldið á Englandi 1951 og þangað var 16 ára Friðrik Ólafsson mættur. Hann stóð sig með miklum sóma þrátt fyrir að vera meðal yngstu keppenda. Meðal þeirra sem hafa unnið titilinn eru Spassky, Karpov og Anand svo Helgi Áss er aldeilis í fínum félagsskap.

Kínverski snillingurinn Yu Yangyi varð heimsmeistari í fyrra og landi hans Wei Yi á góða möguleika á að halda titlinum innan landamæra Kína.

Skák dagsins tefldi Helgi Áss gegn enn einum heimsmeistaranum, Vasily Smyslov, sem ríkti á árunum 1958-59. Skákin var tefld á Afmælismóti Friðriks Ólafssonar 1995 og er vægast sagt skrautleg! Okkar maður hefur hvítt.

Facebook athugasemdir