Tilkynnist, með umtalsverðu stolti: Í dag fer leiðangur Hróksins til Ittoqqortoormiit

Gleði, gleði!
Gleði! Tilkynnist, með umtalsverðu stolti: Í dag fer leiðangur Hróksins til Ittoqqortoormiit, afskekktasta þorps Grænlands.
Við erum að tala um 72° gráðu, þúsund kílómetra frá næsta byggða bóli.
Meiri tölfræði: Annað verkefni 12. starfsárs Hróksins á Grænlandi og áttunda árið í röð sem við heimsækjum vini okkar í Scoresby-sundi.
Leiðangursstjóri er Róbert Lagerman, snillingur, boðberi gleðinnar, mín hægri hönd og varaforseti Hróksins. Honum til halds og trausts er Jón Birgir Einarsson þrautreyndur skáktrúboði og Grænlandsfari.
Nú verður gleði í ísbjarnarbænum!

Facebook athugasemdir