Þrjár stuttsveiflur við norðlenskan karakter

sveinbjorn_sigurdsson

Kári Elíson skrifar.

Á þeim 13 árum sem ég bjó á Akureyri tefldi ég við marga sérstaka karaktera. Einn af þeim eftirminnilegri er Sveinbjörn Sigurðsson.

Hann teflir í sönnum kaffihúsastíl þar sem kjörorðið er: Leika fyrst OG hugsa svo! Hann er jafnan frísklegur í framkomu og við skákborðið, hættulegur í opnum stöðum og er alltaf til í að fórna. Þegar Sveinbi er með góða stöðu á borðnu á hann það til að gaspra við áhorfendur og oft hefur því skákstjórinn orðið að sussa á kappann.

Á níunda áratug síðustu aldar kom Jóhann Hjartarson til Akureyrar og tefldi fjöltefli sem var að mig minnir í Sjallanum.. Þetta var á þeim árum sem Sveinbi hafði ekki gengið í Bindindisfélag Akureyrar. Sveinbi fékk ágæta stöðu á miðborðinu og taldi sig færan í flestan sjó. Hann leit í kringum sig vígreifur á svip og sagði hátt yfir salinn:

Ha, ha, sjáið þið stöðuna hjá stórmeistaranum, hann er ekki með stöðumat fyrir 5 aura!

Ég sem rétt náði jafntefli í minni skák var í sjálfu sér ekki undrandi á þessu en margir nærstaddir hrukku við að heyra þetta. Jóhann var sallarólegur yfir þessu þar sem hann var annars staðar í salnum að afgreiða minni spámenn. Þegar Jói kom svo að borðinu hjá Sveinba lék hann einhverjum snilldarleik og  sagði stundarhátt:

Hefurðu, Sveinbjörn, verið beðinn um að leika í brennivínsauglýsingu?!

Það fór hljóðnandi í okkar manni eftir þetta og eftir snarpa viðureign vann svo Jói.

Íhaldsfélagið Vörður hélt atskákmót á Akureyri þann 1.nóv 1986. Heiðusgestur var Margeir Pétursson stórmeistari sem sigraði eftir tvísýnt mót þar sem hann tapaði einni Skák fyrir Arnari Þorsteinssyni. Arnar þurfti  ,,aðeins“ jafntefli við mig í síðustu umferð til að verða efstur. Hann spurði mig  fyrir skákina:

Heldurðu að skákin fari jafntefli?

En ég svaraði:

Annað hvort tap eða sigur!

Jæja,sagði Arnar..

Þá tapar þú!

Og svo vann ég auðvitað og eyðilagði fyrir honum mótið.

Í þessu móti tefldum við Sveinbjörn saman. Við mættumst í ýmsum mótum og hafði ég ágætt tak á kallinum en fékk skráveifur inn á milli. Skák okkar vakti nokkra athygli og fór Margeir fögrum orðum um lokastöðuna, en Sveinbi hafði misreiknað sig skrautlega í byrjun og ég hafði svo tvær drottningar sem ég vssi ekkert hvað ég átti að gera við:

Akureyri 1986

Ponziani byrjun

Hvítt: Sveinbjörn Sigurðsson
Svart: Kári Elíson

Sveinbjörn teflir mikið kóngsbragð á hvítt eins og ég.  Til að sýna hann líka á góðum degi er ekki úr vegi að líta á hvernig hann ruslaði mér upp á einu hraðskákmóti þannig að ég vissi varla hvað ég hét:

Akureyri 1990

Hvítt: Sveinbjörn Sigurðsson
Svart: Kári Elíson

Kóngsbragð

Á 10 mín eða 15 mín móti um svipað leyti tefldi Sveinbjörn aftur Ponziani gegn mér og fékk slæma stöðu og skyndilegt mát:

Akureyri 1990

Hvítt: Sveinbjörn Sigurðsson
Svart: Kári Elíson

Facebook athugasemdir