THE IVORY VIKINGS – SKÁKVÍKINGARNIR 

The Ivory Vikings - Skákvíkingarnir frá Skálholti

The Ivory Vikings – Skákvíkingarnir frá Skálholti

Leyndardómurinn um frægustu taflmenn í heimi og konuna sem skóp þá.

NÝ BÓK VÆNTANLEG:
The Ivory Vikings

The Ivory Vikings

Á ofanverðri 19. öld, afhjúpaði sjórinn fornan fjársjóð á gullnri sandströnd á Suðureyjum: Níutíu og þrjár smástyttur úr röstungstönnum og sylgjuna af skinnskjóðu sem þær hafði geymt. Sjötíu og átta þeirra voru taflmenn – The Lewis Chessmen – sögualdartaflmennirnir frá Ljóðshúsum – frægustu taflmenn sögunnar.

Þeir eru þetta 8-10 sm á hæð, norræn smálistaverk, sérhvert andlit þeirra persónulegt, öll full af svipbrigðum; kóngarnir sterkbyggðir og stóískir, drottningarnar sorgmæddar og skelkaðar, biskuparnir kringluleitir og mildir. Riddararnir eru garplegir þó ögn skoplegir á sínum snotru smáhestum. Hrókarnir eru ekki í kastalalíki heldur víkingar í kuflum, eins og berserkir útlits, sumir bítandi í skjaldarendur – líkt og í vígamóð. Peðin eru kubbsleg – aðeins 19 að tölu og að auki 14 teningar sem gætu verið spilapeningar kannski úr kotru.  Samtals gæti safnið hafa myndað fjögur taflsett, því aðeins vantar 1 riddara, 4 hróka og flest peðanna – og hafa vegið næstum 3 pund af dýrum efniviði.  (Rostungs- og hvaltönnum)

Skálholtstaður - á miðöldum og nú á dögum

Skálholtstaður – á miðöldum og nú á dögum

Hver skar þá út?  Hvar?  Af hverju voru þeir grafnir í sandhól eða faldir á huldum stað á eyjunni Lewis – Ljóðhúsum á Suðureyjum?  Þessi dularfulla sögulega skáldsaga, The Ivory Vikings,  spannar sögu miðalda og nútíma fornleifafræði, listasöguna,  réttarrannsóknir og sögu borðspila. Jafnframt segir bókin sögu víkinganna á Norður-Atlantshafi, þegar sjóðleiðirnar tengdu saman fjarlæg lönd og eyjar, bæði landfræði- og menningarlega. Noreg, Skotland, Írland og Ísland, Orkneyjar og  Suðureyjar, líka Grænland og landnám norrænna manna í Norður-Ameríku.

Margrét hin haga- á mismunandi aldri. Fyrsta nafnkunna myndlistarkona Íslands

Margrét hin haga- á mismunandi aldri. Fyrsta nafnkunna myndlistarkona Íslands

Bókin The Ivory Vikings lýsir hagkerfinu að baki siglinga víkinganna um norðurhöf. Hún fjallar um áhrif víkinganna á Skotland og sýnir hvernig mest allar norðurslóðir voru undir valdi Noregs í 400 ár, frá því snemma á 9. öld til 1250 eða svo, þegar konungur Skotlands endurheimti að lokum eylendur sínar.

Sagan um taflmennina frá Ljóðhúsum –The Lewis Chess Men–  fjallar um þau miklu átök sem voru innan víkíngamenningarinnar varðandi kristnitökuna, hvernig reglur Páfagarðs voru hundsaðar og hvernig réttrúnaður hélt að lokum velli. Og síðast og ekki síst varpar sagan ljósi á óvenjulega hæfileikaríka skurðlistarkonu undir lok 12. aldar á Íslandi að nafni:  Margrét hin oddhaga.

Bókin The Ivory Vikings kemur út í London og New York á vegum forlagsins Palgrave Macmillan árið 2015

UM HÖFUNDINN:

Nancy M. Brown 30.1.2014 10-49-15.2014 104915NANCY MARIE BROWN er bandarískur rithöfundur sem býr í Lyndon, Vermont. Hún er með M.A. háskólapróf í bókmenntafræði með Íslendingasögur og sögur Rómaveldis sem sérsvið. Frá hennar hendi þegar komið út fimm almennar skáldsögur á sviði sagnfræði, vísinda og Íslendingasagna. Þar á meðal Song of the Vikings: Snorri and the Making of the Norse Myths, um  Snorra Sturluson  (2012), The Far Traveller: um langferðir víkingakonunnar Guðríðar Þorbjarnardóttur (2007). Fyrsta bók hennar var Good Horse Has No Color: Searching Iceland for the Perfect Horse ( 2001).

Nancy M. Brown er mikill Íslandsvinur, hún hefur heimsótt Ísland ótal sinnum, les og talar íslensku vel. Hún skrifar mikið um íslensk málefni og fræði á bloggsíðu sinni:  www.nancymariebrown.com

Facebook athugasemdir