THE ENIGMA OF THE LEWIS CHESSMEN – THE ICELANDIC THEORY: ERU HINIR FORNU SÖGUALDARTAFLMENN ÍSLENSK LISTASMÍÐ?

Guðmundur G. Þórararinsson, verkfræðingur og kenningasmiður.  13.4.2013 ...

Guðmundur G. Þórararinsson, verkfræðingur og kenningasmiður

Ritið The Enigma of the Lewis Chessmen – The Icelandic Theory  um hina fornu sögualdartaflmenn og mögulegan íslenskan uppruna þeirra, eftir Guðmund G. Þórarinsson, verkfræðing, kom í vor út í þriðja sinn í aukinni og endurbættri útgáfu á ensku í ritstjórn Einars S. Einarssonar.

Þeirri áhugaverðu kenningu Guðmundar að þessir fornfrægu taflmenn séu að öllum líkindum íslenskir að uppruna, en ekki norskir, gerðir í  Þrándheimi, eins og haldið hefur verið fram, vex stöðugt fylgi og er nú orðin vel þekkt víða um lönd  og almennt viðurkennd sem fullgild hinni fyrri.

Þessir merku skák- og listmunir fundust 1831 grafnir í sand í Uig (Vík) á eyjunni Lewis eða Ljóðhúsum eins og eyjan er jafnan nefnd í fornum íslenskum heimildum. Þeir er  fyrstu taflmennirnir með nútímasniði sem fundist hafa í heiminum og taldir vera meðal 5 merkustu muna og gersema í eigu Breska þjóðminja-safnsins og þess Skoska, þar sem 11 af 93 taflmönnum sem fundist eru varðveittir, en í þeim söfnum kennir margra grasa.

Eins og kunnugt er setti Guðmundur fram þá einkar athyglisverðu kenningu árið 2010 að þessir sögulegu taflmenn væru að öllum líkindum íslenskir að uppruna, sennilega skornir úr rostungstönnum í Skálholti í lok 12. aldar af Margréti hinni högu, prestfrú þar og fleirum undir handleiðslu Páls Jónssonar, biskups.  Fjallað hefur verið um kenningu hans og söguskoðun á alþjóðlegum málþingum bæði í Edinborg og í Skálholti og fjallað um hana í New York Times, The Scotsman og fleiri víðlesnum blöðum og skáksíðum víðsvegar um heim allan.

The Enigma  - cover  14.4.2014 16-29-08.2014 162908

Eftir frekari athuganir og ígrundanir, sem settar eru fram í hinni auknu og endurbættu útgáfu, má segja að hinni norsku kenningu hafi endanlega verið hrundið. Kemur þar einkum til að það mikla ófremdarástand mun hafa ríkt á erkibiskupsstólnum í Niðarósi í lok 11. aldar á þeim tíma þegar taflmennirnir eru taldir hafa verið gerðir sem og mörg fleiri söguleg og málvísindaleg rök sem benda til Íslands og þess að þeir séu gerðir í Skálholti af Margréti hinni oddhögu.

Tvífararnir frá Siglunesi og Ljóðhúsum

Tvífararnir frá Siglunesi og Ljóðhúsum

Fyrir þremur árum fannst forn útskorinn taflmaður úr beini frá sama tíma á Siglulnesi, sem ber svo sterkt svipmót af hróknum/berserknum í Lewistaflsettinu að vart fer milli mála að sá sem hann gerði hafi annað hvort verið kunnugur þeim eða umræddur hrókur verið fyrirmynd þeirra.

Ef kenning Guðmundar um að taflmennirnir frá Ljóðhúsum séu íslenskir að uppruna reynist rétt mun hún varpa nýju ljósi á menningu og handmennt  landsmanna okkar  til forna og breyta Íslandssögunni. Forfeður okkar voru ekki einungis framúrskarandi sögumenn, skáld og sagnaritarar – sem alkunna er – heldur einnig afburða lista- og hagleiksmenn á heimsvísu.

Bókin er til sölu í Safnbúð Þjóðminjasafnsins, Gestastofu Skálholts, Landnámssýningu í Austurstræti, Upplifun í Hörpu og hjá útgefandanum: galleryskak@gmail.com

 

Facebook athugasemdir