Stórskemmtilegar myndir frá Friðriksmótinu í Vin Athvarf.

Frábært Friðriksmót!
Róbert Lagerman sigraði með glæsibrag á Friðriksmótinu í Vin, sem Hrókurinn og Vinaskákfélagið stóðu að í tilefni af Skákdegi Íslands. Heiðursgestur var Kristjana G. Motzfeldt og hún afhenti verðlaun frá Þjóðleikhúsinu, Sögum útgáfu og Bjarti. Í öðru sæti á Friðriksmótinu varð Lenka Ptacnikova stórmeistari og jaxlinn Gunnar Freyr Rúnarsson hreppti bronsið. Góðir gestir litu við, m.a. Jóhann Hjartarson stigahæsti skákmaður Íslands og Hrannar B. Arnarsson fv. forseti SÍ. Að vanda var boðið upp á gómsætar veitingar — en skákljóninu Róbert fannst gullið auðvitað bragðast best af öllu.
.


Created with flickr slideshow.

Facebook athugasemdir