Stórmeistarajafntefli Shak og Valla

Reykjavíkurskákmótið stendur nú sem hæst. Teflt er í glæsihýsinu Hörpu og er fjöldi þátttakenda meiri en áður hefur þekkst.

Fjöldi hliðarviðburða eru samfara mótshaldinu – Má nefna: knattspyrnumót, hraðskákmót, pub quiz spurningakeppni, kotrumót og margt fleira. Hliðarviðburðir eru tilgreindir sérstaklega á heimasíðu Reykjavíkurskákmótsins.

Einn af þessu viðburðum var fjöltefli við ofurstórmeistarann og stigahæsta keppanda mótsins; Shakhriyar Hamid oglu Mammadyarov (2756), stundum nefndur „Big Shak“.

Shak tefldi við fjölda manns, þ.m.t. forseta vorn, IA/IO Gunnar Björnsson („skákstig“)- stundum nefndur „Valli“.

Valli er vel rúmlega fær á reitunum og hefur m.a. eitt sinn unnið stórmeistara í skák. Eins og lamb, sem leitt er til slátrunar, taldi Shak að verkefnið yrði auðvelt, en svo var nú aldeilis ekki – Valli varðist eins og vallarþulur í uppþvottavél og hélt jafnteflinu mjög örugglega.

Facebook athugasemdir