Kári Elíson skrifar

Sterkasti skákmaður Íslands: Tefldi við Smyslov og Bronstein

Botvinnik-vs-Bronstein-1951

Mikhail Botvinnik og David Bronstein 1951

Kári Elíson skrifar:

Áskorandinn David Bronstein sem er frægur snillingur í skáksögunni hélt jöfnu við heimsmeistarann Botvinnik 12-12 árið 1951..

David Bronstein kom til Íslands 1974 og tefldi á Reykjavíkurskákmótinu ásamt fyrrverandi heimsmeistara Vasily Smyslov sem sigraði…

Núna 40 árum síðar minnist ég þess að ég tefldi við báða þessa meistara í tengslum við þennan viðburð. Þetta var fyrsta árið mitt sem ég hóf taflmennsku opinberlega eftir nokkurra ára einkaþjálfun hjá föður mínum…
————
Árið 1974 varð ég Íslandsmeistari bæði í lyftingum og kraftlyftingum en ákvað þá að byrja að tefla með keppni fyrir augum tvítugur að aldri.

Ég gekk í TR þetta ár og tefldi á hraðskákmóti Íslands í mitt fyrsta og eina sinn og það var eftirminnilegt. Ég tefldi við marga fræga meistara og öllum á óvart þá stóð ég mig óvænt vel og var á meðal efstu manna þegar tvær umferðir voru eftir en tapaði þá fyrir Jóni L Árnasyni og sjálfum Bronstein. Ég endaði með 10 vinninga af 18. Ég tapaði báðum skákunum fyrir Bronstein en átti unna stöðu á hvítt; það var skammgóður vermir!. Ég hafði fléttað af honum drottninguna þegar hann sagði: „Good combination!“ og benti á klukkuna en ég var þá fallinn á tíma!…

IngvarAsm1-teikn

Ingvar Ásmundsson

Í þessu móti vann ég nokkra fræga kappa eins og Ingvar Ásmundsson sem hafði bæði verið Íslandsmeistari í skák og hraðskák. Hann vann svo árið eftir þegar ég var ekki til að eyðileggja fyrir honum! …

Ég vann einnig annan Íslandsmeistara, Guðmund Ágústsson (sem þá var reyndar orðinn sextugur súper-öldungur) og þá Áskel Örn Kárason og Sævar Bjarnason sem vann hina skákina en það var tefld tvöföld umferð. Þessir þrír síðastnefndu eru allir heiðursmenn..

Ég á í fórum mínum skrifaðar skákir úr þessu móti við Áskel, Guðmund og Sævar.

Í vikunni eftir mótið mætti ég svo í fjöltefli Smyslovs og Bronstein. Ég var nærri jafntefli við Smyslov, sem benti mér eftir skákina á jafnteflisleið með hraði en ég var í það knappri vörn að það var ekki auðvelt að sjá það.
————-
Ég gerði tilþrifalítið jafntefli við Bronstein en ég á þessa skák skrifaða einhversstaðar. Bronstein átti ekki góðan dag í þessari skák og missti af einföldum peðsvinningi með smáfléttu í upphafi. Ég náði síðan góðri stöðu og var að vinna af honum peð þar sem hann hafði engar bætur. Þá kom hann að borðinu og rétti fram höndina og sagði DRAW!.. Ég vissi fyrst eiginlega ekki hvað ég átti að gera því ég var að tefla til sigurs en svo gat ég ekki annað en tekið í höndina sem var fyrir framan nefið á mér enda alveg reynslulaus.

Segi síðar meira frá þessu fyrsta skák ári mínu og tveimur fyrstu kappmótunum. Skákir úr áðurnefndu hraðskákmóti birti ég síðar.

Vasily-Smyslov-001

Heimsmeistarinn Vasily Smyslov tefldi í Reykavík 1974

HRAÐSKÁKMÓT ÍSLANDS 1974

Um þessa skák við gömlu kempuna Guðmund Ágústsson má segja það að hún vakti gífurlega athygli áhorfenda sem þyrptust að borðinu. Það fór kliður um salinn og höfuð hringsnerust þegar ég lék óvænt 24.Bc2+!.. Hvernig sem biskupinn er drepinn vinnur svartur. Við þetta eyddi Guðmundur miklum tíma Mér fannst samt áhorfendur hafa truflandi áhrif á mig og í tímahrakinu leik ég unninni stöðu í jafntefli með óþarfa stælum: 25.Hxe2+?! og 27.Bxe2?..Líklega hefur Guðmundur orðið einnig fyrir truflun því hann missti af jafnteflisleið með 28.Hb8! þess i stað lék hann af sér frekara og féll skömmu síðar á tíma.

Hvítt: Guðmundur Ágústsson
Svart: Kári Elíson
Nimzoindversk vörn

0-1 Hvítur féll á tíma. Ég gat munað 4 skákir úr mótinu þegar heim var komið en mundi því ekk miður rétt skákirnar við Bronstein því hann lék svo hratt að ég náði aldrei andanum eins og á móti Jóni L sem þarna var kornungur og lék leifturhratt og felldi mig léttilega á tíma.

TAPSKÁKIN VIÐ SÆVAR

Sævar með svörtu tefldi drekann með vafasömu afbrigði.13.Hc4?!.. Upp koma flækjur sem erfitt var að reikna á litlum tíma en í 20 leik kemur rangur kóngsleikur hjá hvítum ásamt örvæntingarfullri hróksfórn sem stóðst ekki. Hinsvegar teflir Sævar sóknina af mikilli hugkvæmni:

Hvítt: Kári Elíson
Svart: Sævar Bjarnason

0-1..Gefið

SIGURSKÁKIN VIÐ ÁSKEL

Ég man ekki hvernig hin skák okkar fór en líklega hefur Áskell unnið hana..  Hann var á þessum tíma orðinn nokkur frægur skákmaður og kunnur fræðingur í drekanum í Sikileyjarvörn. Í þessari skák átti ég því von á drekanum en það kom óvænt Aljekín vörn. Ég beitti síðan ekta hraðskákvariant með hvassri peðsfórn eða reyndar tímabundinni mannsfórn strax í 5 leik og Skellurinn kunni ekki þetta afbrigði sem ég hafði þá nýverið rekist á. Það fór svo að ég var kominn með yfirburðatafl eftir 8-9 leiki og náði svo stórsókn með nokkrum einföldum fórnum…

Hvítt: Kári Elíson
Svart: Áskell Örn Kárason

1-0 Gefið.

Ég skrifa kannski síðar um hin tvö fyrstu kappmót mín og birti „ódauðlegu“ skák mína sem tefld var þá í C flokki og hefur því hvergi verið birt!  Ég rakst nýlega á skákskrifbók í gömlu dóti þar sem ég hef skrifað þá skák og þessar sem hér eru birtar.

Facebook athugasemdir