Stærsta skákhátíð ársins – Á Korsíku!

CorsicaKorsíka lítil og snotur eyja í Miðjarðarhafi,  8.680 ferkílómetrar að stærð og íbúarnir 320 þúsund. Eyjan er þekkt af mörgu, en fyrir flesta er hún fæðingarstaður Napóleons Bonaparte (1769) og jafnframt telja margir að sjálfur Kristófer Kólumbus hafi fæðst í smábænum Calci á norður Korsíku.

Þetta var fortíðin – nútíminn er ekki síður merkilegur. Á eyjunni fór nefnilega fram fjölmennasta skákmót ársins!; jafnvel Ólympíumótið í Tromsö er fámennt félagsmót í samanburði.

3500 ungir skákkrakkar tóku nefnilega þátt í skólaskákmóti eyjunnar sem var haldið í bænum Bastia; þurfti til nokkur hundruð skákstjóra og sjálfboðaliða og fjarstýrt flygildi var notað til myndatöku; slíkur var fjöldinn.

corsicayouth03Þetta er þó kannski ekki svo merkilegt þegar tekið hefur verið tillit til skákástríðu eyjaskeggja, enda eru þar yfir 7000 skráðir skákmenn og þar er rekin fullkomin heimasíða til að halda utan um herlegheitin sem jafvel á sitt eigið „app“ í Google store og Itunes.

Það eru engir aukvisar sem standa að skipulagi og framkvæmd móts sem þessa enda þarf sterkar taugar til þess að skipuleggja skákmót fyrir 300 krakka, hvað þá 3500. Þetta er þó ekkert tiltökumál á Korsíku, enda heimamenn rúmlega vanir verkefninu.

Svo halda mætti mótið þurfti að útvega 100 skákstjóra, 200 sjálfboðaliða, 60 rútur, þrjú risatjöld og 1000 skákborð! Flygildi þurfti til að annast myndatöku.

Einstökum úrslitum verða ekki gerð skil, en við bjóðum lesendum að drekka í sig stemminguna með myndrænum hætti.

Skáksamband Korsíku

[slideshow_deploy id=’1932′]

Facebook athugasemdir