Skyndimát

Kári Elíson skrifar

Kári Elíson skrifar

Stundum eru hugtök sem notuð eru í skák þau sömu og í læknisfræðinni eða því sem við köllum heilbrigðisgeiranum.Það má nefna: veikleiki,veikur (á svörtu reitunum..á skálínunni,veika kóngsstöðu) kvilli, sjúkur, ólæknandi og hið klassíska hann er dauður.. og ýmislegt fleira.

Skyndidauði er t.d. eitt sem við getum heimfært á skyndimát (sudden death!) í skák. Mér hefur alltaf fundist skyndimát vera þannig að það kemur óvænt og ófyrirséð (af þeim er verður fyrir því!) í 2-3 leikjum, kannski fjórum. Sá sem er í vörn virðist jafnvel vera að sleppa en fær þá á sig röð fórna eða allavega eina drottningarfórn og er síðan mát.

Tökum nokkur dæmi sem eru mín uppáhalds.

Bundesarchiv_Bild_102-13996,_Berlin-Schöneberg,_BVG-Streik,_BarrikadenÍ eftirfarandi skák nær hvítur fyrst alvörusókn þegar hann leikur 10.Bxc4! en svartur má þá ekki drepa drottningu hvíts vegna máts í einum leik.Síðan gerast hlutirnir með skyndingu…

Berlín 1932

Hvítt: Nadel
Svart: Margulies

Berlin, Olympische Spiele im OlympiastadionNæst sjáum við röð fórna sem endar með óvæntu máti með tvískák þar sem fyrst svarti kóngurinn virðist vel varinn af peðavirki á miðborðinu.Þessi skák er einnig tefldi höfuðborginni þýsku rétt fyrir seinna stríð.

Berlín 1936

Hvítt: Adeler
Svart: Choinatzky

Gellerthegy_1901_2_nagykepNæst förum við til Ungverjalands og lítum á hvernig Muzio bragð var teflt um aldamótin 1900. Þegar hvítur er kominn á skrið þessari byrjun er erfitt að verjast á svart eins og sást á Reykjavíkurskákmóti fyrir einu eða tveimur árum. Þegar svartur leikur 15.Rc6 til að yfirvalda e7 reitinn dynur á honum fléttustormur…

Budapest 1901

Hvítt. Brody
Svart: Banay

Í fljótu bragði sé ég samt ekki betur en að hvitur hefði getað mátað einum leik fyrr með 16.Re7+ og síðan Bxf7+ en það er ekki sami glæsileikinn!

london_1892Síðasta skákin er kannski heldur illa tefld af svörtum en það verður að segjast að hann virðist vera að sleppa með skrekkinn eftir 14 leiki. Liðið er jafnt og peðakeðja svarts á d6, e5 og f6 virðist alveg halda vatni en þá kemur óvænt sending….

London 1892

Hvítt: Donisthorpe
Svart: Mundell

Svartur gafst upp þar sem hann verður biskupsmát á annað hvort g5 eða c5 ef drottningin er tekin.

Facebook athugasemdir