Skipti um hótel og vann þrjár í röð

Grand Prix mótinu í Baku er lokið. Fabiano Caruana og Boris Gelfand komu hnífjafnir í mark og deildu með sér verðlaunafénu, 35.000 evrum, en Fabiano var úrskurðaður sigurvegari enda með fleiri sigurskákir en Boris.

Rússar hafa oft staðið betur á lista 10 sterkustu skákmanna heims. Alexander Grishuk er þeirra maður á listanum, en hann er þó „bara“ í 5. sæti með 2794,6 stig – tókst reyndar að falla niður í 6. sæti um miðbik mótsins í Baku, sem er trúlega í fyrsta og eina skiptið sem Rússar eiga ekki fulltrúa á topp 5.

Grishuk tókst þó að snúa við blaðinu í seinni hálfleik, enda skipti hann um hótel og skildi tapskákirnar eftir á því gamla. Í framhaldi vann hann þrjár skákir í röð, þ.m.t. Fabiano.

Skák dagsins er úr lokaumferð mótsins og teflir Grishuk við kúbverjann Leinier Dominguez. Upp kemur Fischer afbrigði af Najdorf (6.h3) sem tekur á sig mynd ekki ósvipaða Keres áras í Scheveningen afbrigði Sikileyjarvarnar.

Grishuk hefur hvítt – gjöriði svo vel!

Facebook athugasemdir