Skemmtilegt taktískt þema

Það er alltaf gaman að sjá skemmtilega taktík í skák. Flestir vinsælustu skákmenn sögunnar voru góðir taktísktir skákmenn en það helst auðvitað í hendur við að vera skemmtilegur sóknarskákmaður. Fléttur eða taktík eru oft á tíðum það sem gefa skákunum lit og það er alltaf ákveðinn sigur að koma auga á skemmtilegar leiðir sem andstæðingnum hefur yfirsést.

Á skákþjóni nýverið var ég að fylgjast með skák hjá einum félaga mínum og í henni er óhætt að segja að hann hafi sloppið með skrekkinn. Þessi staða kom upp:

Taktik_1

Svartur á leik og vinnur

Hér lék svartur drottningu sinni til baka 1…Dd4 og vann aftur hrókinn á e3 með góðri stöðu. Svartur hefði hinsvegar getað klárað dæmið algjörlega með samblöndu af einföldum en skemmtilegum þemum.

Ef þú vilt reyna við lausnina sjálfur, ekki kíkja þá á textann undir þessum hugsandi hundi fyrr en þú ert búinn!


Lausnin er auðvitað:

1…Dxf1+!

2.Kxf1 dxe3+

Erfið fráskák!

3.Ke1

Taktik_2
Auðvitað er taflið auðunnið ef við tökum drottninguna með skák en gefum okkur að hvítur ætti hrók t.a.m. á b7-reitnum í þessari stöðu. Þá kæmi sér vel að búa yfir næsta taktíska þema en það er hinn skemmtilegi leikur…

3…Hf1+!!

Þetta verður að drepa.

4.Kxf1 exd2

Taktik_3
Stórskemmtilegt, ekki er unnt að stöða peðið á d2 sem verður að nýrri drottningu. Í þessu tilviki var taflið unnið en hefði hvítur átt hrók til viðbótar (b7, d7, e7 eitthvað slíkt) þá hefði þessi lokahnykkur skipt öllu máli!

Lokastaðan minnir mig reyndar á svipað dæmi þar sem fyrrum Heimsmeistarinn Emanuel Lasker var staddur í fjöltefli og stýrði hvítu mönnunum í þessari stöðu:

Lasker_Loman_1

Svartur á leik í Lasker-Loman, London 1903

Þemað virðist svipað og áðan. Kóngurinn kemst ekki að peðinu og ný hvít drottning virðist yfirvofandi. Hér kom andstæðingur hans, Rudolf Johannes Loman, honum hinsvegar gjörsamlega í opna skjöldu með:

1…Hh4!!

Stöðvar frípeðið og ginnir kónginn á slæman reit…

2.Kxh4 g5+!

Lasker_Loman_2
Næst kemst svarti kóngurinn á g7 og stöðvar  hvíta peðið, peðsendataflið er auðunnið. Ekki er allt gull sem glóir!

Facebook athugasemdir