Dagur Ragnarsson

Skákþing Reykjavíkur: Tveggja Daga forysta Arngrímssonar og Ragnarssonar

Dagur Arngrímsson

Dagur Arngrímsson

Ljóst er að baráttan á Skákþingi Reykjavíkur er hörð og Dagamunur á hver eða hverjir eru í forystu.

Eftir miklar sviptingar í 3. umferð þar sem nánast allir stigahæstu keppendurnir töpuðu fyrir stigalægri mönnum, er staðan þannig eftir 5 umferðir að IM Dagur Arngrímsson og Fjölnisvélin Dagur Ragnarsson eru í forystu með 4,5 vinninga hvor; Þeir hafa aðeins gert eitt jafntefli í innbyrðis viðureign í 3. umferð.

Gauti Páll Jónsson hefur nú slegið inn skákir fyrstu þriggja umferða (sem nálgast má hér) og því er ekki úr vegi að rannsaka örlítið þessa skák.

IM Dagur Arngrímsson stýrir hvíta liðinu gegn Degi Ragnarssyni og er baráttan gríðarhörð. Líklega missir svartur af vinningi í lokastöðunni, hugsanlega er mögulegt að koma kóngnum í skjól með leikjaröð sem hefst á Kh7 eða h8. Þá hefði verið áhugavert að reyna 43..g1=D í stað þess að drepa hrókinn. Staðan sem upp hefði komið með tveim drottningum og hrók að auki á mann hefði verið afar flókin og skemmtileg að skoða sem áhorfandi 🙂

Dagarnir töldu þetta hins vegar ágætt Dagsverk og sömdu jafntefli af skiljanlegum ástæðum, enda hefði skák með tveim drottningum og hrók á mann tekið marga Daga.

Gjöriði svo vel!

Facebook athugasemdir