SKÁKÞING ÍSLANDS – LANDSLIÐSFLOKKUR 2015 HJÖRVAR STEINN OG HÉÐINN EFSTIR OG JAFNIR EFTIR SJÖ UMFERÐIR

Mynd: ESE

Íslandsmótið í skák stendur nú sem hæst í Hörpunni þar sem því er búin glæsileg umgerð í hásölum vinda upp á 8. hæð þar sem stutt er í arnsúg innblásturs hugarflugsins.

Þetta er sterkasta Íslandsmót sögunnar með sex stórmeistara meðal keppenda, einn kvenstórmeistara, 3 alþl. meistara og tvo FM-era.

Tíðindamaður síðunnar brá sér á mótstað í dag og sá þar þrjár kyngimagnaðar skákir sem hér fylgja myndir af.

Hjörvar Steinn Grétarsson gerði sér lítið fyrir og vann Hannes Hlífar Stefánsson, margfaldan Íslandsmeistara; Lenka Ptacnikova vann Henrik Danielsen glæsilega og Héðinn Steingrímsson vann núverandi Íslandsmeistara Guðmund Kjartansson, nokkuð auðveldlega.

Skákþing Íslands - landsliðsflokkur 2015  ese-001

Mynd: ESE

Öðrum skákum umferðarinnar var lokið en þar  gerðust þau óvæntu tíðindi að Sigurður Sigfússon lagði Jóhann Hjartarson að velli með svörtu,  Einar Hjalti Jensson og Jón L. Árnason gerðu jafntefli og sömuleiðis þeir bræður Bragi og Björn Þorfinnssynir.

Eftir sjö umferðir af ellefu leiða þeir Hjörvar Steinn Grétarsson og Héðinn Steingrímsson skákþingið með 5.5 v. og eru  með 1.5 v. forskot á Hannes Hlífar og stigahæsta skákmann landsins nú um stundir. Þeir munu leiða saman hesta sína í lokaumferð umferð mótsins á sunnudaginn kemur sem enginn sannnur skákáhugamaður má láta fram hjá sér fara, annað hvort með því að mæta á staðinn eða fylgjast með úr fjarlægð á Netinu.

Mynd: ESE

Mynd: ESE

/ESE

Facebook athugasemdir