Skákkennarinn lætur verkin tala!

Einn af ötulustu skákkennurum landsins er Eyjamaðurinn Björn Ívar Karlsson. Björn hefur nú um nokkurra ára skeið kennt í grunnskólum landsins ásamt því að sinna einkakennslu. Björn er þó enn mjög harður skákmaður og hefur vald á gríðarlega mörgum stöðutýpum ásamt því að búa yfir ótrúlegu minni.

Á dögunum lét Björn verkin tala þegar Taflfélag Vestmannaeyja beið lægri hlut gegn Huganum. Andstæðingurinn var Stórmeistarinn Stefán Kristjánsson.

Björn kvaðst hafa leitað í smiðju YouTube skák stjörnunnar Greg Shahade og beitt einu af hans uppáhaldsafbrigðum gegn Taimanov Sikileyjarvörn. Niðurstaðan varð yfirburðastaða og að lokum kláraði Björn Ívar dæmið með stórskemmtilegu mátstefi.

Drottningarfórnina í lokin verður að þiggja en þá kemur hxg6# sem er tvískák og mát! Fallegt stef sem skákkennarinn var að sjálfsögðu með á reiðum höndum!

Facebook athugasemdir