Skákiðkun þjálfar rökhugsun, sjálfsaga og einbeitingu – Er barnið þitt að æfa skák?

1a-2

,,Allir eru jafnir við skákborðið og má segja að skákin eigi sitt eigið tungumál sem allir geta lært og skilið.”

Skák eflir rökhugsun, reynir á sköpunargáfuna og skák er skemmtileg. Og skák er fyrir alla! Á öðrum degi ársins 2013 skipaði Katrín Jakobsdóttir, þv. menntamálaráðherra nefnd sem falið var að kanna kosti skákkennslu í grunnskólum með sérstakri áherslu á áhrif skákkennslu á námsárangur og félagslega færni barna.

Formaður nefndarinnar var Guðfríður Lilja Grétarsdóttir fv. forseti Skáksambands Íslands og alþingismaður. Nefndin skilaði skýrslu sinni sex vikum síðar, hinn 14. mars. Í skýrslunni er m.a. farið ítarlega yfir jákvæð áhrif skákar í skólastarfi, og umsögnum safnað frá skólafólki um reynslu af skákkennslu í skólum. Ljóst er, af umsögnum skólafólks, að skákin hefur margvíslegt gildi. Skólafólk hafði m.a. þetta að segja:

Björgvin Þór Þórhallsslon skólastjóri Klébergsskóla sér fjölmarga kosti við skákkennslu í skólanum:

,Það er trú okkar, án þess að við höfum fyrir því staðfestar niðurstöður rannsókna, að skákiðkun þjálfi rökhugsun, sjálfsaga og einbeitingu. Þess utan er skákkennslan kærkomin viðbót við námsgreinar skólans og eykur mjög fjölbreytni. Loks gefur þessi viðbót ærin tilefni til að brjóta upp skólastarfið og auka fjölbreytni í félagsstarfinu með þátttöku á skákmótum, bæði innan skóla og utan.

Björgvin Þór Þórhallsslon skólastjóri Klébergsskóla

Helgi Árnason skólastjóri í Rimaskóli, sem er líka stórveldi í skákinni, tekur í sama streng:

Nemendur sem hafa átt erfitt með einbeitingu og ekki notið sín í námi, hafa fundið sig við skákborðið, bæði náð þar árangri og ekki síður haft ánægju af því að tefla. Þessir nemendur verða hinir meðfærilegustu á skákæfingum eða kennslustundum í skák og taka framförum. Þeir njóta þess að eiga áhugamál þar sem þeir eru jafningjar annarra.

Helgi Árnason skólastjóri í Rimaskóla

Þótt ekki liggi fyrir vísindalegar rannsóknir á Íslandi um áhrif skákiðkunar á námsárangur, ber allt að sama brunni í þeim efnum. Anna Kristín Jörundsdóttir kennari í Rimaskóla kemur með athyglisverða staðreynd:

Skák þjálfar rökhugsun og gerir nemendum gott t.d. þegar kemur að námi. Sem dæmi komu fjórar efstu einkunnirnar í samræmdu prófum sjöunda bekkjar frá börnum sem stunda skák eða hafa lagt stund á skák.

Anna Kristín Jörundsdóttir kennari í Rimaskóla

Sverrir Gestsson skólastjóri í Fellaskóla minnir á að skákin hentar öllum, án tillits til líkamsburða eða aldurs:

Ég tel að skák sé ákaflega heppilegt viðfangsefni fyrir unga sem aldna og þeir kostir sem eftirsóknarverðasti eru að mínu áliti eru þessir: Skák er leikur/íþrótt/list sem reynir á rökhugsun en ekki síður ímyndunarafl. Það er ódýrt að stunda skák og hún er spennandi leikur/keppni. Hávaði og læti eiga ekki við þar sem skák er stunduð og hún reynir á aga og sjálfsaga þeirra sem hana stunda. […] Á efri árum er hægt að stunda skák af krafti þótt möguleikar þínr á mörgum öðrum sviðum fari dvínandi.

Sverrir Gestsson skólastjóri í Fellaskóla

Skákin hefur spilað stórt hlutverki í Salaskóla í Kópavogi, og lykilmaður þar er kennarinn Tómas Rasmus, sem unnið hefur að skákkennslu í áratugi. Hann nefnir einn hóp enn, sem getur fundið sig í skákinni:

,,Ég þekki nokkur dæmi þess að fá í hendur óþekktarorm sem virðist nokkuð skýr í kollinum en gengur illa að feta þær leiðir sem skólinn ætlar viðkomandi. Nokkrir slíkir hafa dottið í skákina og fengið útrás fyrir keppnisþörf og þörfina fyrir ögrandi verkefni. Þeir hafa síðan getað yfirfært þá vissu sína að þeir séu færir um að leysa flókin verkefni yfir á hefðbundið nám.”

Tómas Rasmus kennari í  Salaskóla í Kópavogi

Tækifæri til skáknáms eru mörg og afar fjölbreytt. Duglegir skákkrakkar geta mætt á æfingar á nánast hverjum degi víða um höfuðborgarsvæði og í flestum tilfellum hjá grunnskólum og skákfélögum á landsbyggðinni. Skáknám er ódýrt og jafnvel í mörgum tilfellum ókeypis.

Námskeið fyrir skákkrakka á öllum aldri eru hafin eða að hefjast hjá Skákskóla Íslands, Skákakademíum Reykjavíkur og Kópavogs, hjá grunnskólum og skákfélögum.

Hvaða námskeið hentar þínu barni best?

Stelpuæfingar Skákfélagsins Hugins

Stelpuæfingar Skákfélagsins Hugins eru byrjaðar en þær verða í vetur á miðvikudögum í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a, Mjódd og hefjast kl. 17:15.

IMG_1913Fyrirkomulagið æfinganna er þannig að tefldar verða 5 eða 6 umferðir með 10 eða 7 mínútna umhugsunartíma. Einnig verður farið í dæmi og endatöfl eins og tími vinnst til.

Einhverjar æfingar verða einnig eingöngu teknar undir kennslu.

Æfingarnar eru opnar öllum stelpum á grunnskólaaldri. Ef ástæða er til verður skipt í tvo flokka eftir aldri og styrkleika á sumum æfingum. Engin þátttökugjöld.

Æfingarnar fara fram í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a, Mjódd. Inngangur er við hliðina á Subway en salur félagsins er á þriðju hæð hússins.

Umsjón með æfingunum hefur Elsa María Kristínardóttir.

Barna- og unglingaæfingar Hugins

hugin_stort4litjpgBarna- og unglingaæfingar Hugins fara fram alla mánudaga kl. 17:15 í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a, Mjódd. Inngangur er við hliðina á Subway en salur félagsins er á þriðju hæð hússins.

Taflið byrjar kl. 17:15 og fyrirkomulagið verður það sama og síðasta vetur.  Æfingarnar eru opnar öllum 15 ára og yngri en skipt verður í tvo flokka eftir aldri og styrkleika á sumum æfingum. Engin þátttökugjöld.

Á æfingunum verða tefldar 5 eða 6 umferðir með 10 eða 7 mínútna umhugsunartíma. Einnig verður farið í dæmi og endatöfl eins og tíma vinnst til. Þegar starfsemin verður komin vel af stað verður unnið í litlum verkefnahópum á einni æfingu í mánuði og þannig stuðlað að því að efla einingu og samstöðu innan hópsins. Einnig verður boðið upp á sér æfingar fyrir félagsmenn utan æfingatíma þar sem farið verður í dæmi, verkefni og fleira. Þær æfingar verða eingöngu fyrir félagsmenn og verða kynntar síðar. Umsjón með þessum æfingunum hafa Erla Hlín Hjálmarsdóttir og Vigfús Ó. VigfússonStúlknaæfingar í Mjóddinni hefjast síðar og verða kynntar þegar þar að kemur.

Þeim sem sækja æfingarnar stendur einnig til boða skákþjálfun í Stúkunni við Kópavogsvöll þriðjudaga til föstudaga frá 16:00 – 17:30.

Aðalþjálfari í Stúkunni verður Birkir Karl Sigurðsson.  Honum til aðstoðar verður einvala lið þjálfara frá Skákskóla Íslands, Skákfélaginu Huginn og Skákdeild Breiðabliks.

Í þjálfuninni verður stuðst við námsefni frá Chess Steps, stig 3 til 6.

Laugardagsæfingar Taflfélags Reykjavíkur

Hinar margrómuðu laugardagsæfingar Taflfélags Reykjavíkur hefjast á ný eftir sumarfrí laugardaginn 30. ágúst.

Í vetur hefur göngu sína nýr flokkur, byrjendaflokkur, sem er fyrir yngstu iðkendurna sem eru að stíga sín fyrstu skref á reitunum 64. Sá flokkur byrjar æfingar laugardaginn 13. september. Allir hressir skákkrakkar eru hvattir til að mæta á laugardagsæfinguna 30. ágúst kl.14, líka þeir sem munu sækja byrjendaæfingarnar enda munum við þá kynna starfið í vetur og hafa gaman!

Þjálfun og kennsla á laugardagsæfingunum er í höndum þaulreyndra og sterkra skákmanna og er aðgangur ókeypis. Æfingarnar henta byrjendum jafnt sem lengra komnum og er börnum velkomið að mæta og fylgjast með til að byrja með ef þau eru ekki tilbúin að taka beinan þátt strax.

logoÆfingarnar fara fram í húsnæði félagsins að Faxafeni 12 á laugardögum yfir vetrartímann.
Dagskrá veturinn 2014-2015:

11.00-12.15 Byrjendaflokkur (hefst 13. september).
12.30-13.45 Skákæfing stúlkna/kvenna (hefst 30. ágúst).
14.00-15.15 Skákæfing fyrir börn fædd 2002 og síðar (opnar æfingar, hefst 30. ágúst).
15.15-16.00 Félagsæfing fyrir börn fædd 2002 og síðar (hefst 30. ágúst).

Umsjón með æfingunum er í höndum Sigurlaugar R. FriðþjófsdótturTorfa Leóssonar, Kjartans Maack og Björns Jónssonar. Umsjón með æfingum afrekshóps hafa Torfi Leósson og Daði Ómarsson.

Skákakademía Reykjavíkur: Skákkennsla í reykvískum grunnskólum að hefjast

logo1Í þessari viku snúa nemendur aftur til starfa í grunnskólum landsins. Það þýðir að skákkennsla í skólum Reykjavíkur fer nú aftur á fullt. Vikuleg kennsla verður í 28 skólum. Fyrirkomulagið er mismunandi milli skóla, þó víðast hvar sé skákkennslan á stundatöflu og kennt í 3. og/eða 4. bekk.

Skákakademían hefur yfirumsjón með skipulagningunni í flestum skólanna en nokkrir skólar eru það sem kallast mega sjálfstæðir skákskólar þar sem kennari innan skólans sinnir kennslunni, t.d. Laugalækjarskóli.  Í ellefu skólum er stefnt á skáknámskeið eða skákkennslu í lotum/hringekjukerfi  hluta af skólaárinu. Enn á eftir að skipuleggja skákstarf í þremur skólum og ekki víst að skákkennsla verði í þeim, en skólar borgarinnar eru alls 42.

Eins og í fyrra munu Björn Ívar Karlsson og Siguringi Sigurjónssonkenna í flestum skólanna, en alls telja skákkennarar í borginni eitthvað yfir tíu. Skemmtilegt viðtal við Siguringa má lesa á heimasíðu Hróksins: http://hrokurinn.is/dreymir-um-ad-fleiri-skolar-taki-upp-skakkennslu-vidtal-vid-siguringa-sigurjonsson/

Fyrirspurnir um kennsluna í einstökum skólum má senda á stefan@skakakademia.is

Haustnámskeið Skákskóla Íslands hefjast vikuna 15.-21. september

Skákskóli ÍslandsHaustnámskeið Skákskóla Íslands hefjast vikuna 15. – 21. september – 10 vikna námskeið

Úrvalsflokkar

Úrvalsflokkar eru ætlaðir nemendum sem hafa 1400 ELO-stig eða meira. Foreldrar eða forráðamenn taflfélaga geta sótt um og eru hvattir til að sækja um þjálfun og kennslu fyrir börn og unglinga. Helgi Ólafsson, Davíð Ólafsson, Hjörvar Steinn Grétarsson eru meðal þeirra sem hafa séð um þessa kennslu. Þessir nemendur hafa fengið og fá einkaþjálfun hjá reyndum stórmeisturum. Skákskólinn sér um þjálfun þeirra sem tefla fyrir Íslands á hönd á alþjóðlegum mótum t.d. heimsmeistaramóti unglinga sem fram fer í Durban í Afríku í september og Evrópumóti ungmenna í  Batumi í Georgíu sem hefst í október nk.

Framhaldsflokkar

Þessir flokkar eru ætlaðir krökkum sem þegar hafa öðlast nokkra reynslu í keppnum eða jafnvel t.d. með skólaliðum og vilja auka við styrk sinn. Nýjasti stórmeistari Íslendinga Hjörvar Steinn Grétarsson og Björn Ívar Karlsson sem báðir eru þrautreyndir skákkennarar munu sjá um kennslu fyrir þennan hóp.

Námskeiðin verða tvisvar á viku. Á laugardögum kl. 14:00-15:30  og á þriðjudögum kl. 15:30-17:00. Verð kr. 22.000.

Skákkennsla í Kópavogi

Skákskóli Íslands hefur frá haust ársins 2010 staði fyrir skákkennslu í Stúkunni á Kópavogsvelli. Skákskólinn tengist því verkefni sem Skákdeild Breiðabliks með Halldór Grétar Einarsson og Birkir Karl Sigurðsson hafa umsjón með en Helgi Ólafsson stórmeistari og skólastjóri Skákskólans mun áfram sjá um skákkennslukennslu á laugardögum fyrir þá ungu skákmenn sem þegar hafa öðlast nokkra reynslu í opinberum mótum og hafa e.t.v. ELO-stig þó það sé ekki endilega skilyrði. Foreldrar og áhugasamir aðilar geta haft samband á skrifstofu skólans og sótt sérstaklega um að fá að taka þátt í þessum tímum.

Stúlknanámskeið 7 – 12 ára

Landsliðskonurnar Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir og Tinna Kristín Finnbogadóttur munu sjá um skáknámskeið fyrir stúlkur á aldrinum 7 – 12 ára. Námskeiðin hefjast sunnudaginn 20. september. Foreldrar stúlkna á þessum aldri eru hvattar til að mæta í fyrsta tíma sunnudaginn 20. september sem jafnframt er  kynningarfundur.

Námskeiðin eru kl. 11 á sunnudögum. Verð kr. 14.000.

Upplýsingar um önnur námskeið á vegum skólans verða kynnt síðar.

Skráning á námskeiðin fer fram á www.skak.is.

Nánari upplýsingar má einnig fá á skrifstofu skólans í síma 568 9141 568 9141eða í gegnum netföngin skaksamband@skaksamband.is (skrifstofa SÍ) eðahelol@simnet.is (Skólastjóri).

Æfingar skákdeildar Fjölnis hefjast 17. september

Unglingastarf FjölnisVikulegar skákæfingar Skákdeildar Fjölnis fyrir börn og unglinga hefjast miðvikudaginn 17. september og verða þær í vetur alla miðvikudaga frá kl. 17:00 – 18:30. Æfingarnar verða í Rimaskóla og er gengið inn um íþróttahús skólans.

Árangur þeirra sem reglulega hafa mætt á skákæfingar Fjölnis hefur verið mjög góður og skákdeildin hlotið mörg verðlaun og viðurkenningar fyrir árangursríkt og fjölbreytilegt starf. Þetta er 11. starfsár skákdeildarinnar og eru foreldrar áhugasamra barna í Grafarvogi hvattir til að nýta sér skákæfingar Fjölnis sem eru ókeypis.

logoÆfingarnar eru ætlaðar þeim krökkum sem hafa lært mannganginn og farnir að tefla sér til ánægju. Áhersla er lögð á að hafa æfingarnar fjölbreyttar og skemmtilegar, þjálfun og skákmót til skiptis. Veitt eru verðlaun og viðurkenningar í lok æfinga auk þess sem boðið er upp á veitingar. Meðal leiðbeinenda í vetur verða okkar efnilegustu  unglingar í skáklistinni sem á síðustu árum hafa sótt kennslu og æfingar í úrvalsflokki Skákskóla Íslands og unnið til fjölda verðlauna jafnt á Íslandi sem erlendis.

Skákdeild Fjölnis heldur líkt og fyrri ár vegleg skákmót svo sem Torgmót Fjölnis, páskaeggjaskákmót og sumarskákmót Fjölnis í byrjun maí. Skákdeildin hefur einnig skipulagt og haldið utan um Skákmót Árnamessu í Stykkishólmi og æfingbúðir yfir eina helgi. Umsjón með skákæfingum Fjölnis verður sem fyrr í höndum Helga Árnasonar formanns skákdeildarinnar.

Barna- og unglingaæfingar Víkingaklúbbsins hefjast 17. september

Stækka má mynd

Stækka má mynd

Knattspyrnufélagið Víkingur og Víkingaklúbburinn verða með skákæfingar fyrir börn og unglinga í Víkinni Víkingsheimilinu á miðvikudögum í vetur. Fyrsta æfingin verður miðvikudaginn 17. september kl. 17:15 – 18.30 og síðasta æfingin fyrir jólafrí verður miðvikudaginn 10. desember, en þá verður jólamót Víkingaklúbbsins haldið.

 

Skákþjálfun hjá Skákakademíu Kópavogs

Skákþjálfun veturinn 2014-15

Viltu æfa skák af alvöru og ná afreksmörkum Skáksambands Íslands?

Skákakademía Kópavogs í samstarfi við Skákdeild Breiðabliks, Skákfélagið Huginn og Skákskóla Íslands býður í vetur upp á öfluga skákþjálfun með það að markmiði.

Boðið er upp á æfingatíma í Stúkunni við Kópavogsvöll þriðjudaga til föstudaga frá 16:00 – 17:30 og á mánudögum uppi í Mjódd frá kl 17:15 – 19:00.

skakakademia_kopavogsAðalþjálfari í Stúkunni verður Birkir Karl Sigurðsson og Vigfús Óðinn Vigfússon í Mjóddinni.  Þeim til aðstoðar verður einvala lið þjálfara frá Skákskóla Íslands, Skákfélaginu Huginn og Skákdeild Breiðabliks.

Í þjálfuninni verður stuðst við námsefni frá Chess Steps, stig 3 til 6.

Æfingarnar henta skákkrökkum sem hafa náð grunnfærni í skák, hafa mikinn áhuga og vilja æfa af alvöru til að stefna að því að verða í fremstu röð á Íslandi og  að standa sig með sóma á alþjóðlegum barna- og unglingaskákmótum.

Æfingarnar verða klæðskerasaumaðar fyrir hvern og einn. Bæði hvað varðar æfingatíma, námsefni og þjálfun. Hver iðkandi velur sér þrjár æfingar í viku, en frjálst verður að hafa þær fleiri eða færri. Einnig verður hægt að velja um að mæta seinna og fara fyrr ef tíminn t.d. rekst á aðrar tómstundir. Við búumst við að kjarninn í hópnum verði á aldrinum 11-15 ára og glími við stig 3 og 4 í vetur.

Yngri og eldri sem og iðkendur utan Kópavogs og í hvaða taflfélagi sem er, eru líka velkomnir. Sterkari ungmenni fá einnig þjálfun við hæfi. Í september geta allir mætt til að prófa án æfingagjalds.

Æfingagjald veturinn 2014-15: 15.000kr  (er styrkhæft sem tómstundastyrkur)

Fyrsta æfing: Þriðjudaginn 2.september

Skráning:https://docs.google.com/forms/d/14KROgVdFyvPxsXrxjFmjBDU7sdVA_AOQnFGWzxtIvg8/viewform

Afreksmörk SÍ: http://skaksamband.is/?c=webpage&id=487

Chess Steps námsefnið:  http://www.chess-steps.com/

Skákdeild Breiðabliks: Skákæfingar í skólum í Kópavogi

Skákkennsla er í mörgum skólum í Kópavogi. Þeir áhugasömustu mæta svo líka á skákæfingar hjá taflfélögum eins og t.d. Skákdeild Breiðabliks og Skákakademíu Kópavogs.

breidablik-logoHérna er yfirlit yfir þá skóla sem voru með skákkennslu veturinn 2012-13 og við vitum um. Best er að hafa samband við skákkennarana til að fá upplýsingar um núverandi dagskrá:

Snælandsskóli:
Kennari: Lenka Ptácníková, stórmeistari kvenna í skák lenkaptacnikova@yahoo.com
Byrjendur: á mánudögum kl. 13.20 – 14.00
Framhaldshópur yngri: á mánudögum kl. 14.05-14.45
Framhaldshópur eldri: á miðvikudögum kl. 13.00 – 14.20
Nánar: http://www.snaelandsskoli.is

Salaskóli:
Kennarar: Tómas Rasmus og Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir.
Áhersla er lögð á skákstarf í Salaskóla og státar skólinn af nokkrum öflugustu skákmönnum landsins og reyndar heimsins í sínum aldursflokki.
Skáksveit skólans hreppti heimsmeistaratitil sumari 2007. Auk þess hefur skólinn hampað Íslandsmeistaratitlum og Norðurlandameistaratitli.
Skákæfingar eru vikulega.
Nánar: http://salaskoli.kopavogur.is

Álfhólsskóli:
Kennari: Lenka Ptácníková, stórmeistari kvenna í skák lenkaptacnikova@yahoo.com
Skákæfingar fyrir miðstig eru á þriðjudögum frá kl 14:30 – 15:30 í Hjalla (veturinn 2014-15).
Skáksveit Álfhólsskóla á miðstigi er sem kunnugt er Íslandsmeistari og Norðurlandameistari í skák.
Við viljum veg skákarinnar sem mestan og hvetjum börn til að skrá sig á skákæfingarnar.
Þeir sem ekki eru skráðir en óska eftir að taka þátt þurfa að skrá sig hjá riturum skólans.
Nánar: http://www.alfholsskoli.is/

Smáraskóli:
Kennari: Björn Ívar Karlsson
1.-4.bekkur: Þriðjudaga kl 14:40 – 15:20 (hópaskipt)
Nánar: http://www.smaraskoli.is

Vatnsendaskóli:
Kennari: Þorsteinn G. Þorsteinsson framhaldskólakennari
2.-7.bekkur: Miðvikudaga kl 17:00-18:45
Skákæfingar Taflfélags Kópavogs hefjast í Vatnsendaskóla miðvikudaginn 23.janúar nk
Allar frekari upplýsingar eru gefnar í síma 8203799 og á netfangiðstarf@heimsnet.is
Nánar: http://www.vatnsendaskoli.is/

Barna- og unglingastarf Hauka

logohaukarBarna- og unglingastarf Skákdeildar Hauka hófst þriðjudaginn 2. september. Skákæfingar í vetur verða á þriðjudögum frá kl. 17-19 í forsal Samkomusalarins. Þjálfari verður Páll Sigurðsson, s: 860 3120, netfang:pallsig@hugvit.isReikna má með að æfingarnar verði tvískiptar þ.e. byrjendur og ungir skákmenn (yngsta stig grunnskóla) frá 17-18 og eldri keppendur frá 18-19.

Skákkennsla grunnskólabarna á Selfossi

Skákskólinn á SelfossiFischersetrið á Selfossi mun í samstarfi við Sveitarfélagið Árborg og Skákskóla Íslands standa fyrir skákkennslu fyrir grunnskólabörn í Fischersetrinu á laugardögum frá kl. 11.00-12.30. Yfirumsjón með kennslunni hefur Helgi Ólafsson, stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands.

Alls verða þetta 10 laugardagar og fyrsti tími verðurFischerseturlaugardaginn 20. sept. nk.

Þeir sem hafa áhuga á skákkennslunni eru beðnir um að  mæta u.þ.b. 30 mínútum  áður en fyrsta æfing hefst til að ganga frá skráningu og greiðslu nemendagjalds sem er kr. 4.500 fyrir þessi 10 skipti.

Varðandi frekari upplýsingar þá vinsamlegast hringið í síma 894 1275894 1275 eða sendið tölvupóst á  netfangið fischersetur@gmail.com

Fischersetrið á Selfossi.

Barna- og unglingastarf Skákfélags Akureyrar

author_icon_30569ÆFINGAR fyrir börn og unglinga eru að hefjast hjá Skákfélagi Akureyrar. Skráning og fyrsta æfing í ALMENNUM FLOKKI verður mánudaginn 8. september kl. 16.30. Framhaldsflokkurinn hefst svo 10. september kl. 17.00.

Facebook athugasemdir