Í dag fékk ég tækifæri að heimsækja Skákfélagið Æsir. Stjórn skákfélags heldri borgara, ákvað nýverið að gefa tíu forláta klukkur og töfl til krakkanna í Ittoqqortoormiit. En leiðangursmenn Skákfélags Hróksins eru á leið þangað í páskavikunni. Ég átti þarna virkilega skemmtilega stund og fékk meir að segja að leika fyrsta leikinn 1.e4 á hinu árlega meistaramóti Æsi. Sérstakar þakkir til Finns Kr. Finnssonar og Garðars Guðmundssonar, þið eruð sannir heiðursmenn, ég hlakka til að komast í þennan virðulega klúbb.
GENS UNA SUMUS, Róbert Lagerman.