Skákdagskráin um hátíðarnar: Fjölbreytni í fyrirrúmi – Skákmót fyrir alla

Skákstarf í desember er gjarnan með öðrum formerkjum en aðra mánuði ársins. Sum félög bæta í starfsemi sína á meðan önnur taka lífinu af meiri yfirvegun. Jólamót eru áberandi og ýmiskonar árlegir viðburðir fara fram. Í dæmaskyni mætti nefna Íslandsmótið í netskák sem fer fram 28. desember.

Dagskráin er í grófum dráttum eins og listinn hér að neðan, sem er ekki endilega tæmandi, en þó er vissara að skoða heimasíður félagana ef eitthvað kynni að breytast eða bætast við.

Jólaskákmót  Æsa fyrir 60 ára og eldri – 16. desember

aesir_logo_100100Skákfélagið Æsir heldur sitt árlega jólaskákmót þriðjudaginn 16. desember kl. 13:00.

Starfsemi Æsa fer fram að Stangarhyl 4 í Reykjavík.

Tefldar verða 11 umferðir með 7 mínútna umhugsun.

Allir skákkarlar velkomnir sem eru 60+ og konur 50+.

Heimasíða Æsa

Jólaskákmót RIDDARANS fyrir 60 ára og eldri – 17. desember

RIDDARAJÓL 15.12.2014 08-31-07.121Jólaskákmót RIDDARANS – Skákklúbbs eldri borgara á Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu – verður hátíðlega haldið miðvikudaginn 17. desember í salarkynnum Strandbergs og hefst kl. 13.

Tefldar verða 10 umferðir – 10 mínútna skákir.

Uppskeruhátíð fyrir mót ársins með glæsilegum verðlaunum, jólaglaðningi og veitingum.

Öllum opið 60 ára og eldri.

Starfsemi Riddarans fer fram í Strandbergi, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju.

Heimasíða Riddarans

Firmakeppni Víkingaklúbbsins – 17. desember

logo_vikingaklubburinn_100100Víkingaklúbburinn heldur firmakeppni miðvikudaginn 17. desember kl. 18:00 – Nánar á heimasíðu félagsins.

Starfsemi Víkingaklúbbsins fer fram í Víkini – Víkingsheimilinu.

Heimasíða Víkingaklúbbsins

Hvatskákmót hjá Gallerý Skák – 18. desember

gallery_skak_logo_100100Hin vikulegu Gallerýskákkvöld eru öllum opin. Þau ætluð brennheitum ástríðuskákmönnum á öllum aldri, í æfinga-  og keppnisskyni – óháð félagsaðild.  Í Gallerý Skák er teflt af list og fyrir fegurðina,  keppendum  og áhorfendum  til yndisauka undir fororðinu “Sjáumst og kljáumst” og Kaissu gyðju skáklistarinnar til dýrðar.

Gallerý skákmótin hefjast kl. 18 þegar degi hallar á fimmtudögum.

Tefldar  eru 11 umferðir með 10. mínútna umhugsunartíma eftir svissneska kerfinu.  Þeim lýkur um kl. 22 með lófaklappi fyrir efstu og bestu mönnum.

Teflt er í Skákhöll TR – Faxafeni 12

Þátttökugjald er kr. 1000 sem innifelur kaffi/svaladrykki á meðan á móti stendur og smá matarbita í skákhléi en annars  kr. 500

Mótin fara ekki fram 25. desember og 1. janúar.

Hraðskákmót hjá Skákfélagi Akureyrar – 18. desember

logo_sa_1001008. umferð mótaraðarinnar fer fram fimmtudaginn 18. desember kl. 20.

Teflt er í Íþróttahöllinni við Þórunnarstræti, gengið inn að vestan.

Heimasíða SA

Jólapakkamót Hugins – 20. desember

huginn_100100Jólapakkaskákmót Hugins verður haldið laugardaginn 20. desember nk. í Ráðhúsi Reykjavíkur. Mótið hefst kl. 13 og er ókeypis á mótið.
Mótið er fyrir börn og unglinga og fer nú fram í 17. skiptið, en það var fyrst haldið fyrir jólin 1996. Síðan hefur það verið haldið nánast á hverju ári og hefur alltaf verið eitt fjölmennasta skákmót ársins.Keppt verður í allt að 6 flokkum:

 • Flokki fæddra 1999-2001,
 • Flokki fæddra 2002-2003,
 • Flokki fæddra 2004-2005,
 • Flokki fæddra 2006-2007 og
 • Flokki fæddra 2008 síðar
 • Peðaskák fyrir þau yngstu.

Tefldar verða 5 umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma á mann.

Jólapakkar eru í verðlaun fyrir 3 efstu sætin í hverjum aldursflokki fyrir sig fyrir bæði drengi og stúlkur. Auk þess verður happdrætti um 3 jólapakka í hverjum aldursflokki fyrir sig.

Skráning á mótið fer fram á heimasíðu Hugins.

Hraðskákmót Hugins (norðurdeild) – 20. desember

huginn_100100Hið árlega hraðskákmót Hugins fer fram laugardagskvöldið 20. desember kl. 20-23:00 í Framsýnarsalnum á Húsavík.

Keppt verður í fullorðinsflokki og flokki 16 ára og yngri.

Heimasíða Hugins

Pakkamót og uppskeruhátið hjá Skákfélagi Akureyrar – 21. desember

logo_sa_100100Skákfélag Akureyrar heldur pakkamót og uppskeruhátið sunnudaginn 21. desember kl. 13.

Starfsemi Skákfélags Akureyrar fer fram í Íþróttahöllinni við Þórunnarstræti, gengið inn að vestan.

Heimasíða SA

Hraðskákmót hjá Skákdeild KR – 22. desember

skakdeild_kr_logoMótin fara fram á mánudagskvöldum kl. 19.30 allan ársins hring, nema helgidagar hindri, þá frestast þau til þriðjudags.

Tefldar eru 13 hraðskákir / 7 mín.

Heimasíða Skákdeildar KR

Atskákmót Skákklúbbs Icelandair – Íslandsmótið í atskák – 27. desember

?????????????Atskákmót Skákklúbbs Icelandair – verður að þessu sinni einnig Íslandsmótið í atskák.

Mótið fer fram laugardaginn 27. desember í Hótel Natura (áður Hótel Loftleiðir) og hefst kl. 13.

Tefldar eru 9 umferðir eftir svissneska kerfinu með 15 mínútna umhugsunartíma. Teflt eru í einum flokki og verða veitt verðlaun í fjórum flokkum.

Þáttökugjald: 3.000 og 2.000 fyrir 12 og yngri.

Verðlaun verða veitt í 4 flokkum:

 • 2300-yfir
 • 2000-2299
 • 1700-1999
 • 0-1699

Miðað verður við FIDE stig 1. des -> annars íslensk stig 1. des -> atskákstig -> Frammistöðu á síðasta atskákmóti ef fyrir hendi annars 1.500 stig.

Verðlaun í hverjum flokki eru þessi:

 • 1. verðlaun: Farmiði fyrir tvo til Evrópu með Icelandair (skattar ekki innifaldir)
 • 2. verðlaun: Farmiði fyrir tvo innanlands (skattar ekki innifaldir)
 • 3. verðlaun: Gjafabréf fyrir tvo á Satt gildir í brunch/hádegisverðarhlaðborð
 • Íslandsmeistarinn í atskák fær aukreitis 50.000 kr. peningaverðlaun.

Verði tveir eða fleiri jafnir í verðlaunaflokkum gildir stigaútreikningur. Sama gildir um Íslandsmeistaratitilinn.

Aukaverðlaun (Gjafabréf fyrir tvo á Satt gildir í brunch/hádegisverðarhlaðborð) verða fyrir óvæntasta sigurinn samkvæmt stigamun.

Skráning fer fram á Skák.is og stendur til miðnættis þann 26. desember nk. Mótshaldarar áskilja sér rétt til að takmarka þátttöku við 80 manns.

Skak.is 

Icelandair

Jólahraðskákmót Skákfélags Akureyrar – 28. desember

logo_sa_100100Hið árlega Jólahraðskákmót Skákfélags Akureyrar fer fram sunnudaginn 28. desember kl. 13.

Starfsemi Skákfélags Akureyrar fer fram í Íþróttahöllinni við Þórunnarstræti, gengið inn að vestan.

Heimasíða SA

Íslandsmótið í netskák – 28. desember

huginn_100100Íslandsmótið í netskák fer fram sunnudaginn 28. desember og hefst kl. 20.

Skráning fer fram á skak.is og skakhuginn.is og hefst þegar nær dregur.

Mótshaldari er Skákfélagið Huginn.

Heimasíða Hugins

Skak.is

Jólaskákmót Taflfélags Reykjavíkur – 29. desember

logo_trJólaskákmót Taflfélags Reykjavíkur fer fram mánudaginn 29. desember.

Starfsemi Taflfélags Reykjavíkur fer fram í Faxafeni 12 í Reykjavík.

Heimasíða TR

Hraðskákmót hjá Skákdeild KR – 29. desember

skakdeild_kr_logoMótin fara fram á mánudagskvöldum kl. 19.30 allan ársins hring, nema helgidagar hindri, þá frestast þau til þriðjudags.

Tefldar eru 13 hraðskákir / 7 mín.

Heimasíða Skákdeildar KR

Jólaskákmót Víkingaklúbbsins (Skák og Víkingaskák) – 30. desember

logo_vikingaklubburinn_100100Jólaskákmót Víkingaklúbbsins fer fram 30. desember.

Tefld verður skák og Víkingaskák. Nánari upplýsingar á heimasíðunni.

Heimasíða Víkingaklúbbsins

Hverfakeppni Skákfélags Akureyrar – 30. desember

logo_sa_100100Hin árlega Hverfakeppni Skákfélags Akureyrar fer fram þriðjudaginn 30. desember kl. 18:00.

Starfsemi Skákfélags Akureyrar fer fram í Íþróttahöllinni við Þórunnarstræti, gengið inn að vestan.

Heimasíða SA

Nýársmót Skákfélags Akureyrar – 1. janúar

logo_sa_100100Nýársmót Skákfélags Akureyrar fer eðli máls skv. fram á Nýársdag, fimmtudaginn 1. janúar og hefst kl. 14:00

Starfsemi Skákfélags Akureyrar fer fram í Íþróttahöllinni við Þórunnarstræti, gengið inn að vestan.

Heimasíða SA

Facebook athugasemdir