Úrræðagóði biskupinn

Í síðasta skákdæmahorni skildum við þessa þraut eftir.

Hvítur leikur og vinnur - A.Gurvitch 1959

Hvítur leikur og vinnur – A.Gurvitch 1959

Eins og venjulega er ágætt að reyna að átta sig á hvað er í gangi.

  • Til að vinna þarf hvítur annaðhvort að finna mát eða halda a-peöinu
  • Ef svartur nær a-peðinu er hann mjög nálægt fræðilegu jafntefli þar sem Hrókur+Biskup gegn Hróki er jafntefli með réttri vörn

Út frá því áttum við okkur á því að ef að svartur ætti leik myndi hann umsvifalaust taka peðið á a4 og hvítur getur ekki unnið.

Vinningurinn er torsóttur en hann er þarna.

1.Bg8!

gurvitch_0

Hvítur setur á hrókinn og hugmyndin er að halda a-peðinu.

Afgreiðum fyrst 1…Hxa4?? 2.Hh5# …þarna sést hveru mikilvægt var að opna h-línuna fyrir hrókinn.

Ef eitthvað á borð við 1…He2 þá 2.Bb3

gurvitch_2

Við sjáum að hvítur heldur hér peðinu og skákar næst á h5 eða leikur Hb8-b5. Ljóst er að hvítur vinnur. Þannig að rökréttast er e.t.v. að reyna að stoppa biskupinn í að koma til b3.

1…Ha3

En…..hvítur þráast við!

2.Bb3!!

gurvitch_3
Bíddu….vorum við ekki að koma í veg fyrir þennan leik??

2…Hxh3

Við drepum bara á a4 næst, hvað er hvítur að gera?

3.Ha8!!

gurvitch_4
Það er enginn afsláttur það er bara máthótun með 4.Kb7 í næsta leik.

3…Kxa4

Dugir ekki til

4.Kb6#

gurvitch_5
Með hreinum ólíkindum! Í upphafsstöðunni var aðal keppikeflið að halda í liðsaflann og þá aðallega peðið á a4. Í aðalafbrigði þrautarinnar gefur hvítur hinsvegar bæði peðið og biskupinn og nær að byggja ótrúlegt mátnet.

 

Þangað til næst er ykkur velkomið að glíma við þessa:

Cathignol, 1981 - Hvítur leikur og vinnur!

Cathignol, 1981 – Hvítur leikur og vinnur!

Facebook athugasemdir