Skák og mát á Litla-Hrauni. 

Í dag var Hrókurinn á ferð á Litla-Hrauni á Eyrarbakka. Slegið var upp skákmóti og tóku 14 fangar þátt í bráðfjörugu og spennandi móti, þar sem góð tilþrif sáust. Fyrir 10 árum stofnuðum við skákfélagið Frelsingjann á Litla-Hrauni, og framundan eru tvær heimsóknir Hróksins í mánuði.

Í dag fékk Frelsinginn að gjöf 6 taflsett og 7 skákklukkur. Að gjöfinni standa lögmennirnir Kristján Stefánsson, Sveinn Andri Sveinsson og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. Nú verður hægt að tefla á öllum göngum — uppbyggilegri og skemmtilegri dægrastytting er vandfundin.

Facebook athugasemdir