Friðrik leggur töframanninn

Fridrik OlafssonAlþjóðamótið í Las Palmas 1975 var mjög vel skipað. Þarna voru tveir heimsmeistarar, Tal og Petrosjan. Og brasilíska goðsögnin Mecking, stórvinur okkar Hort, og sænska jafnteflisvélin Andersson.  Okkar eini sanni Friðrik Ólafsson stóð sig með miklum ágætum á mótinu, hlaut 9 vinninga í 14 skákum. En senuþjófurinn var Ljubojevic, sem rakaði saman 11 vinningum, en næstir komu Tal og Mecking með 10. Hér er skák sem tefld var á mótinu í Las Palmas; sannarlega perla sem yljar: Vinningsskák Friðriks gegn sjálfum Tal, gjörið svo vel!

Facebook athugasemdir