Gylfi Þórhallsson teflir við Boris Spassky á Húsavík árið 1978. Jón Viðar Björgvinsson situr vinstra megin við Gylfa og Haraldur Ólafsson til hægri.

Sigursæll á 64 reitum

Kári Elíson skrifar

Kári Elíson skrifar

Akureyringurinn Gylfi Þórhallsson hefur lengi verið í eldlínunni. Hann varð fyrst Akureyrarmeistari í skák 22 ára árið 1976. Hann hefur nú unnið Skákþingið alls 14 sinnum sem er mikið afrek. Gylfi hefur auðvitað unnið alla titla sem boðið hefur verið upp á Norðurlands en þar má nefna  9 sinnum Skákmeistari SA og a.m.k 8 sinnum Norðurlandsmeistari og fullt af atskák og hraðskáktitlum. Reyndar er ferill Gylfa efni í heila bók sem vonandi verður einhverntíman skrifuð og þá með 500 bestu skákum hans eða svo. Af nógu er að taka! Gylfi er enn virkur skákmaður og hefur teflt yfir eitt þúsund skákir.

bb

Joseph Henry Blackburne

Þegar ég flutti til Akureyrar veturinn 1978 og var rétt að fara ganga í Skákfélagið þá spurði einhver heimamaður mig hvort ég kannaðist við Gylfa Þórhallson?.. Nei,svaraði ég og sagði að ég þekkti reyndar engan skákmann í bænum. Viðmælandi minn sagði mér þá að Gylfi væri rosalegur meistari eins og hann orðaði það. Hann hefði haft algera yfirburði yfir skólafélaga sína í gaggó og fengið viðurnefnið „Svarti dauðinn“. Hann væri hávaxinn með sítt svart hár og stingandi augu. Menn ættu ekki séns þegar hann hvessti augun á þá“.

Þess ber að geta að einn heimsfrægur skákmeistari fyrri alda Joseph Henry Blackburne (1841-1924) frá Englandi var jafnan kallaður „Black death) svo það er ekki leiðum að líkjast fyrir Gylfa.
Gylfi hefur að jafnaði hvassan sóknarstíl (þótt hann sé góður í stöðubaráttu líka) og er frægur fyrir að geta flækt taflið það mikið að enginn botnar í þeim flækjum nema hann sjálfur. Einhver skrifaði í Skákblaðið að Gylfi beitti ýmsum vafasömum meðulum í flækjum sem erfitt væri að sjá við í hita og þunga dagsins!. Spaklega mælt. Ég hef átt nokkrar rimmur við kappann og verður vikið að þeim síðar í þessum þáttum.
Gylfi Þórhallsson

Gylfi Þórhallsson

Gylfi er vel kunnugur flestum byrjunum sem tengjast 1.e4 og 1.e5 og þá sérstaklega spánskum leik og ítölsku tafli og tveggja riddara tafli og einng Kóngsbragði. Hann getur reyndar verið fjölbreyttur í byrjanavali. Skák Gylfa við sænska stórmeistarann Thomas Ernst er víðfræg og hefur birst út um allt svo við lítum hér á eina skák þar sem hann glímir við annan kunnan norðlenskan meistara Jón Garðar Viðarsson sem varð einmitt Norðurlandsmeistari þetta ár sem skákin var tefld. Allt í einu eftir aðeins 12.leiki býður Gylfi með svörtu (black death) hvítum upp á að drepa riddara frítt með leikvinningi á drottningu svarts. 12.h4!!. Hvítur neyðist til að þiggja fórnirnar og von bráðar nær svartur óverjandi mátsókn…

Skákþing Akureyrar 1985
Hvítt: Jón Garðar Viðarsson
Svart: Gylfi ÞórhallssonSpánski leikurinn
Hvítur gafst upp því 21.Kf5 Qh7+ er mát!

Þetta var Spánski leikurinn! það er ljóst að Gylfi er vel menntaður í fræðunum og hefur lært ýmis fögur stílbrigði úr ítölsku tafli af gömlu meisturunum.

Lítum á eina skák þar sem kunnugleg stef kom fyrir seint á nítjándu öld í Rússlandi:
Pétursborg 1874
Hvítt: Victor Knorre
Svart: Mikhail Chigorin (Tshigorin)Ítölsk byrjun

Hvítur gaf þar sem hann er óverjandi mát með peði á h2!

Facebook athugasemdir