Short sigraði Hjörvar Stein í MótX-einvígi Hróksins

Nigel Short mætti mjög ákveðinn til leiks seinni dag MótX-einvígisins og sigraði í öllum skákunum þremur. Short sigraði Hjörvar Stein með 4,5 vinningi gegn 1,5.

Nigel Short mætti mjög ákveðinn til leiks seinni dag MótX-einvígisins og sigraði í öllum skákunum þremur. Short sigraði Hjörvar Stein með 4,5 vinningi gegn 1,5.

Nigel Short mætti grimmur til leiks síðari daginn í MótX-einvíginu í skák gegn Hjörvari Steini Grétarssyni, sem skipulagt var af Hróknum. Short vann allar þrjár skákir dagsins og sigraði í einvíginu með 4,5 vinningi gegn 1,5. Einvígið var frábær skemmtun og fjöldi áhugamanna á öllum aldri lagði leið sína í Salinn í Kópavogi, auk þess sem þúsundir fylgdust með beinum útsendingum á internetinu.

Short og Hjörvar tefldu alls sex skákir. Hjörvar, sem er yngsti stórmeistari Íslands, mætti ákveðinn til leiks og var Short stálheppinn að sleppa með jafntefli í fyrstu skákinni. Í annarri skákinni náði Hjörvar að láta kné fylgja kviði og sigraði í vel útfærðri skák. Short

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra afhendir Nigel Short sigurlaunin í MótX-einvíginu.

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra afhendir Nigel Short sigurlaunin í MótX-einvíginu.

náði sér hinsvegar á strik í þriðju skákinni og jafnaði metin. Það var síðan alger einstefna af hálfu enska meistarans seinni keppnisdaginn, enda tefldi hann frábærlega. Hjörvar varðist af mikilli hörku og hugkvæmni, en varð að játa sig sigraðan.

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra afhenti verðlaun í mótslok og bar lof á skipuleggjendur og bakhjarla fyrir að koma einvíginu í kring. Glíman við Short væri dýrmæt fyrir Hjörvar Stein, sem er bjartasta von Íslands í skákinni. Hrafn Jökulsson forseti Hróksins afhenti ráðherra, forsvarsmönnum MótX og bæjarstjóra Kópavogs minjagrip og þakkaði stuðning þeirra við þennan skemmtilega og spennandi viðburð.

Fjölmargir áhorfendur fylgdust með MótX-einvíginu. Lárus Bjarnason, Eggert Guðmundsson, Jóhann Hjartarson og Margeir Pétursson.

Fjölmargir áhorfendur fylgdust með MótX-einvíginu. Lárus Bjarnason, Eggert Guðmundsson, Jóhann Hjartarson og Margeir Pétursson.

Það er skammt stórra högga á milli hjá Hróknum, því á mánudag halda Hróksmenn til Nuuk, höfuðborgar Grænlands, þar sem hin árlega Flugfélagshátíð fer í hönd. Með í för verða Nigel Short og Jóhann Hjartarson, sem um árabil var stigahæsti skákmaður Norðurlanda. Short og Jóhann tefla einvígi í Nuuk á þriðjudag, auk þess sem efnt verður til fjölmargra viðburða í samvinnu við skákfélagið í Nuuk.

Facebook athugasemdir