Sex drottningar!

Í öllum peðum leynist fósturvísir að drottningu og fátt finnst skákmönnum skemmtilegra en ýta litlu peði upp í borð. Það er hinsvegar fátítt að margar drottningar séu samtímis á taflborðinu, enda eru þær bæði ráðríkar og plássfrekar. Áhugamaður um drottningar fór yfir 7 milljón þekktar skákir frá árunum 1475 til 2014 og fann aðeins sautján skákir þar sem fimm til sex drottningar voru samtímis á borðinu — það jafngildir 0,000243% af öllum þekktum skákum.

EMIL SZALANCZYÞað er því ekki úr vegi að kíkja á skák úr þessu einstaka safni. Hún var tefld í Búdapest 2008. Hvítu mönnunum stýrði hinn gamalreyndi ungverski alþjóðameistari Emil Szalanczy, fæddur 1953, en hin 16 ára gamla Thi Mai Hung Nguyen frá Víetnam hafði svart.

Bæði náðu þau að vekja upp þrjár drottningar. Frá og með 58. leik hvíts eru sex drottningar á borðinu. Aðeins tvö peð lifa eftir, svo drottningarnar hafa mikið pláss. Allar drottningarnar sex taka þátt í hildarleiknum fram í 64. leik, þegar sú fyrsta fellur…

Facebook athugasemdir