Hjartanlega velkomin á heimasíðu Hróksins!

Við í Hróknum eigum okkur einfalt og fallegt kjörorð: Við erum ein fjölskylda.

Í anda þessara kjörorða heimsækjum við Barnaspítala Hringsins vikulega, höldum uppi skáklífi í Vin, athvarfi Rauða krossins, og sinnum skáklandnámi á Grænlandi.

Og við gerum margt fleira.

Saga Hróksins er saga um sókn og sigra. Við höfum verið í Afríku, á Balkanskaga, og við höfum heimsótt öll sveitarfélög og alla skóla á Íslandi.

Hér á þessari síðu geturðu fræðst um starf og sögu Hróksins, en líka um skáksöguna og sitthvað fleira skemmtilegt.

Ef þú vilt senda okkur línu með fyrirspurn eða ábendingum er heimilisfangið: hrokurinn@gmail.com