Róbert sigraði með glæsibrag í Vin

Kristjana Motzfeldt leikur fyrsta leikinn fyrir Björn Agnarsson gegn Björgvin Kristbergssyni

Kristjana Motzfeldt leikur fyrsta leikinn fyrir Björn Agnarsson gegn Björgvin Kristbergssyni

Róbert Lagerman sigraði með glæsibrag á Jólaskákmóti Vinaskákfélagsins og Hróksins sem haldið var í Vin, fræðslu- og batasetri Rauða krossins, á mánudag. Róbert hlaut 5,5 vinning af 6 mögulegum, Ingi Tandri Traustason varð annar með 4,5 og Hrafn Jökulsson varð í 3. sæti, sjónarmun á undan FIDE-meisturunum Davíð Kjartanssyni og Vigni Vatnari Stefánssyni, en allir hlutu þeir 4 vinninga.

Sérlegur gestur á mótinu var Kristjana Guðmundsdóttir Motzfeldt, sem lék fyrsta leikinn í skák Björns Agnarssonar og Björgvins Kristbergssonar.

vignir-vatnar-stefansson-er-medal-bestu-skakmanna-heims-i-sinum-aldursflokki-og-efnilegasti-skakmadur-islands

Vignir Vatnar Stefánsson er meðal bestu skákmanna heims í sínum aldursflokki og efnilegasti skákmaður Íslands

Skáklífið í Vin hefur blómstrað síðan árið 2003 þegar Hróksmenn komu þangað fyrst í heimsókn og stóðu að stofnun Vinaskákfélagsins, sem nú er meðal líflegustu skákfélaga landsins og teflir m.a. fram þremur keppnissveitum á Íslandsmóti skákfélaga.

Fastar æfingar eru í Vin, Hverfisgötu 47, á mánudögum kl. 13 en þar er teflt flesta daga og Vinaskákfélagið stendur reglulega fyrir ýmsum skemmtilegum viðburðum þar sem allir eru hjartanlega velkomnir. Vinninga á jólaskákmótið gáfu forlögin Bjartur og Ugla, og í mótslok var boðið upp á dýrindis vöfflukaffi.

Lokastaðan:

1. Róbert Lagerman 5.5

2. Ingi Tandri Traustason 4.5

3.-5. Hrafn Jökulsson 4
Davíð Kjartansson 4
Vignir Vatnar Stefánsson 4

hordur-jonasson-varaforseti-vinaskakfelagsins-asamt-sigurvegaranum-robert

Hörður Jónasson varaforseti Vinaskákfélagsinsn ásamt sigurvegaranum

6.-9. Óskar Haraldsson 3.5
Hjálmar Sigurvaldason 3.5
Hörður Jónasson 3.5
Magnús Magnússon 3.5

10.-12. Guðni Stefán Pétursson 3
Pétur Jóhannesson 3
Björn Agnarsson 3

13.-14. Sveinbjörn Jónsson 2.5
Halldór Kristjánsson 2.5

15.-16. Björgvin Kristbergsson 1.5
Konráð Björgólfsson 1.5

17. Sigurjón Ólafsson 1

Facebook athugasemdir