Róbert lagði margfalda Íslandsmeistarann

Róbert Lagerman er margt til lista lagt eins og skákáhugamenn ættu að vera farnir að þekkja. Það eru ekki margir sem búa yfir alþjóðlegum og viðurkenndum gráðum þegar kemur að skákkennslu, skákdómgæslu, skákiðkun svo eitthvað sé nefnt!

Í kvöld atti sveit Vinaskákfélagsins kappi við grjótharða og þaulvana sveit hins rótgróna Taflfélags Reykjavíkur (TR). Fyrir sveit TR fór hinn tólf-faldi Íslandsmeistari í skák, Hannes Hlífar Stefánsson. Að þessu sinni lenti hann í klóm hins brögðótta Don Roberto eins og félagar hans kalla Róbert stundum. Hannes varð á endanum „klossmát“.

Munið að það er bara einn Don!

Facebook athugasemdir