Reyknesingur í fljúgandi gír um helgina.

Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn var hörð um nýafstaðna helgi. A-sveit Hugins leiðir í 1. deildina að loknum fimm umferðum, en A-sveit TR er aðeins hálfum vinningi á eftir. Taflfélag Reykjavíkur leiðir í öllum öðrum deildum.

Eftir helgina liggur aragrúi af skákum, fléttum, afleikjum og unnum eða töpuðum skákstigum.

Skák dagsins vakti nokkra athygli um helgina, en hún er frá viðureign Skákfélags Reykjanesbæjar og A-sveitar Taflfélags Reykjavíkur. Helgi Jónatansson (2076) gerði sér lítið fyrir og sigraði alþjóðlegan meistara með 2435 stig og það með svörtu! Sjón er sögu ríkari.

Gjöriði svo vel!

Facebook athugasemdir