Paul Charles Morphy blindmátar Lundúni

Lögmaðurinn Paul Charles Morphy (1837 – 1884) er af mörgum talinn einn snjallasti skákmeistari sinnar kynslóðar og jafnvel fyrr og síðar; Hvað sem því líður, er ljóst að hann var undrabarn sem kenndi sjálfum sér að tefla með því að fylgjast með föður sínum og föðurbróðir takast á við Caissu.

Hann fæddist inn í efnaða fjölskyldu í New Orleans og lærði snemma að tefla. Aðeins níu ára gamall var hann talinn sterkasti skákmaður borgarinnar og 12 ára gamall lagði hann skákmeistarann og atvinnuskákmanninn Johann Löwenthal í þriggja skáka einvígi. Um talsvert afrek var að ræða, enda Löwentahl var á meðal sterkustu skákmanna heims á þeim tíma  — Þeir áttu síðar eftir að verða bestu mátar og elda grátt silfur saman.

Morphy varð Bandaríkjameistari árið 1857 og hélt í útrás til Evrópu í framhaldinu, enda enginn sem stóðst honum snúning í heimalandinu. Upphaflega stóð til að hann tefldi einvígi við sterkasta skákmann Evrópu, Howard Staunton, en af því varð aldrei. Þess í stað lagði hann alla helstu skákmeistara Evrópu og var í framhaldinu talinn sterkasti skákmaður heims. Morphy er einn þeirra sem fyllir listann yfir óformlega heimsmeistara fyrri tíma, en formleg keppni um titilinn hófst ekki fyrr en 1886.

Morphy ferðaðist um Evrópu og tefldi blindskákir víða og kom hann a.m.k. einu sinni í hið fræga kaffihús „Café de la Régence“ í París, þar sem hann tefldi blindskákir á átta borðum. Sá borðafjöldi var nokkuð ráðandi í blindskákfjölteflum hans, en alls er vitað um fimm slík fjöltefli og þrjú þar sem hann tefldi á fjórum til fimm borðum.

20. apríl árið 1859 tefldi Morphy eitt átta borða blindskákfjöltefli í St. George’s Skákfélaginu í Lundúnum. Þar mætti hann átta skákfrömuðum og framámönnum borgarinnar og er tilvalið að skoða betur eina viðureign úr fjölteflinu.

Á 6. borði mætti hann James G Cunningham og tefldi heldur betur líflega fyrir áhorfendur. Svartur hefði sannarlega getað teflt betur, en góða skák má ekki skemma með sannleikanum.

Hin borðin skipuðu:

  1. Lord Cremorne (the Forseti St. George’s)
  2. Capt. Hugh A. Kennedy (Varaforseti BCA)
  3. H. G. Catley
  4. Lord Arthur Hay
  5. T. S. Worrall
  6. J. Cunningham
  7. J. Thrupp
  8. Thomas Wilson Barnes

Skákin — gjöriði svo vel! (Skoða má hinar skákirnar með því að smella á gráu stikuna yfir borðinu)

Facebook athugasemdir

Lögmaðurinn Paul Charles Morphy (1837 - 1884) er af mörgum talinn einn snjallasti skákmeistari sinnar kynslóðar og jafnvel fyrr og síðar; Hvað sem því líður, er ljóst að hann var undrabarn sem kenndi sjálfum sér að tefla með því að fylgjast með föður sínum og föðurbróðir takast á við Caissu. Hann fæddist inn í efnaða fjölskyldu í New Orleans og lærði snemma að tefla. Aðeins níu ára gamall var hann talinn sterkasti skákmaður borgarinnar og 12 ára gamall lagði hann skákmeistarann og atvinnuskákmanninn Johann Löwenthal í þriggja skáka einvígi. Um talsvert afrek var að ræða, enda Löwentahl var á meðal…

Stjörnugjöf

Stjörnugjöf lesenda: Verstu fyrstur til að gefa einkunn!