Paco Vallejo Ruslað upp á Ofurmótinu – Trent og Jan ekki lögregluþjónar

Þriðja umferð Ofurmeistaramótsins í Bilbao var tefld í dag. Nokkur eftirvænting ríkti fyrir umferðina þar sem Indverska Hraðlestin (Viswanathan Anand) mætti stigahæsta manni mótsins, honum Levon Aronian #2. Jafnvel var búist við hressilegri skák, enda hefði Hraðlestin nánast verið öruggur um sigur með fullt hús í hálfleik. Svo fór þó ekki, heldur tefldu þeir rólega skák, skiptu upp á öllu og fengu leyfi til að takast í hendur.

Hin skák umferðarinnar var öllu hressari, en þar ætlaði Paco Vallejo aldeilis að setja pressu á vin sinn og fyrv. Heimsmeistarann Ruslan Ponomariov. Strax í 10. leik lék Paco nýjung í h3 afbrigði af Najdorf, 10..h5!?.

Ruslan Ponomariov – Paco Vallejo

1. e4 c5 2. Nf3 d6 3. d4 cxd4 4. Nxd4 Nf6 5. Nc3 a6 6. h3 e6 7. g4 Be7 8. Bg2
Nfd7 9. Nce2 Nc6 10. c3 h5

10.. h5??

10.. h5??

Staðan eftir 10..h5 – Ruslan hugsaði sig ekki lengi um og tók peðið 11.gxh5  – því var svarað með 11..Hxh5 12. Rxc6 bxc6 og 13. Rd4!

13. Rd4!

13. Rd4!

Svo virðist sem Paco Vallejo hafi hreinlega misst af þessu skoti – en nú er hrókurinn á h5 og peðið á c6 í dauðanum. Eini mögulegi leikurinn er því 13..Hc5 – Hrókurinn á c5 er eins og álfur út úr hól – Ruslan sagðist eftir skákina hafa íhugað að hrókera bara, enda staða svarts mjög undarleg og hvítur þarf í raun ekkert að sanna að svo stöddu, en svo áttaði hann sig á því að hann á mun betri leik. 14. b4! Hxc3. Hc4 breytir engu því hvítur á Bf1 og svartur verður að taka á c3 og hrókurinn fellur bótalaust. 15. Bb2 Hc4 16. Rxe6!!

16. Rxe6!!

16. Rxe6!!

Nú fara málin að skýrast – Svartur hefur tapað ótal tempóum á þessu flandri með hrókinn sinn sem gefur hvítum færi á rothöggi. Ekki er mögulegt að taka riddarann, því þá kemur Dh5+ og svartur verður hreinlega mát – Eftirlátum lesendum að sjá mátið. Paco sá sér ekki annað fært en að víkja drottningunni undan og lék 16..Db6 sem hvítur svaraði með 17. Rxg7+ og staðan gjörtöpuð fyrir svartan.

Þetta var mjög snöggt bað..

Staðan eftir þrjár umferðir:

1. Viswanathan Anand 7
2. Levon Aronian 5
3. Ruslan Ponomariov 3
4. Francisco Vallejo Pons 1

Palli fer í útrás

Greinarhöfundi leiddist lítið eitt að fylgjast með skák Anands og Aronians og gat ekki setið á sér að fíflast örlítið í þeim Jan Gustavsson og Lawrence Trent sem hafa lýst mótinu afburða vel á vefsíðunni www.chess24.com. Íslendingar þekkja vel fyrv. Borgarstjórann og grínistann Jón Gnarr, sem lék hinn misheppnaða Indriða um árið. Höfundi þótti tilvalið að spyrja þáttarstjórnendur á Twitter hvort þeir væru lögregluþjónar líkt og Indriði gerði gjarnan – Þeir virðast þó ekki þekkja Gnarr sérlega vel og urðu afar undrandi.

Skilaboðin komu á skjáinn hjá þeim á 13. mínútu c.a. – í fyrstu virðast þeir mjög hugsi og líta annað slagið á skjáinn á meðan þeir ræða um EM-Taflfélaga – Jan getur svo ekki lengur setið á sér og les þau upp á eftir 14 mínútur og 45 sekúndur.

Facebook athugasemdir