Ótrúleg heppni Magnúsar í Sotsí

Viswanathan Anand og Magnús Carlsen - 6. umferð í Sotsí

Viswanathan Anand og Magnús Carlsen – 6. umferð í Sotsí

Heimsmeistarinn Magnús Carlsen stýrði hvítu mönnunum til sigurs gegn vini sínum Viswanathan Anand í 6. skák einvígisins í Sotsí.

Sigurinn var langt því frá öruggur enda lék Maggi svo vondum leik í 26. leik að líklega hefði hann átt að kosta tap í umferðinni – Anand hins vegar tók ekki eftir því og hélt áfram sínu plani sem reyndist honum dýrkeypt og tíminn leiðir í ljós hvort þetta atvik komi til með að gera út um vonir hans um sigur í einvíginu.

Áður en skákin verður skoðuð nánar er rétt að taka aðeins stöðuna í einvíginu. Magnús Carlsen hefur verið í tómu rugli gegn 1.d4 leik Anands, í tvígang hefur hann fengið verri stöðu (1. og 5. skákinni) og einni skák hefur hann tapað (3. skákinni).

Kaparov og Kramnik

Kaparov og Kramnik

Er þetta ástand farið að líkjast því sem gerðist í einvígi Garrýs Kasparov og Vladimirs Kramnik árið 2000 í London, en þá lék Krammi nýjung (í 2. skák þeirra) snemma tafls gegn Grünfeld vörn Kaspa og vann. Kasparov hafði ekkert svar við undirbúningi Kramma og skipti yfir í byrjanir sem hann þekkti minna og þurfti að undirbúa milli skáka. Kasparov hefur síðar sagt að þetta hafi kostað allt að 10 klukkustunda undirbúningsvinnu fyrir hverja skák sem eðli máls skv. hafði gríðarleg áhrif á taflmennskuna. Kaspi tapaði svo lokaskák einvígisins og einvíginu.

Svipað er uppi á teningnum í einvíginu í dag, því Magnús virðist alls ekki hafa svar við undirbúningi Anands og hefur því „neyðst“ til að tefla aðrar byrjanir sem hann þekkir minna í von um að Anand sé ekki eins undirbúinn í þeim stöðum. Þetta hefur sem fyrr segir gengið afar misjafnlega. Magnús var reyndar spurður að því eftir 5. skákina, hvort hann væri enn að leita að svari gegn 1.d4 með fjölbreyttu byrjanavali sínu, hann svaraði „kannski“.

Utan borðsins

Baráttan í einvíginu á sér ekki síður stað utan borðsins. Þannig keppist Magnús við að setja inn „statusa“ á Twitter og Facebook þar sem hann lætur sem ekkert sé, þrátt fyrir augljósa erfiðleika. Þetta hófst reyndar fyrir einvígið með:

  Þann 13. nóvember birti hann á Facebook

 

og þann 14. fór hann í keilu:

 

Anand er þó af annarri kynslóð og virðist ekki nota slík nýmóðishernaðartól.

6. skákin

Anand tefldi Sikileyjarvörn í dag og virtist til í að tefla flókna stöðu sem er líklegra til sigurs gegn Magga en einfaldari stöður. Magús skipti upp á drottningum strax í 9. leik og virtist til í langa stöðubaráttu.

Staðan eftir 9. leik hvíts - Dxd8

Staðan eftir 9. leik hvíts – Dxd8

Staðan eftir 14. leik hvíts - h5

Staðan eftir 14. leik hvíts – h5

Maggi leikur h-peðinu upp borðið til þess að læsa stöðu svarts og hindra mótspil; Anand svaraði með h6 sem var afar gagnrýndur – „Ekki góður leikur hjá Anand. G-peðið verður skotmark í framhaldinu.“

Maggi lét ekki bjóða sér það tvisvar og lagði til atlögu.

Staðan eftir 17. leik hvíts - Hag8

Staðan eftir 17. leik hvíts – Hag8

  Staðan er augljóslega mjög erfið fyrir Anand og það sem meira er, þetta er nákvæmlega staðan sem Maggi vildi fá á borðið. Eftir nokkrar tilfærslur átti Maggi leik – 26.leik hvíts.

Staðan eftir 26. leik hvíts - Kd2??

Staðan eftir 26. leik hvíts – Kd2??

Nú þegar er þessi leikur þekktur sem eitt tja, óvæntasta atvik í heimsmeistaraeinvígi frá upphafi! – Leikurinn tapar nefnilega skákinni með einfaldri fléttu.

Hefði Anand ekki verið fastur í planinu sínu og tekið sér smá stund í að horfa á borðið þá hefði hann séð framhaldið umsvifalaust: 26. Rxe5! 27. Hxg8 Rxc4+ 28. Kd3 Rb2+ 29. Ke2 Hxg8 30. Hxh6 og svartur er með miklu betra.

En þess í stað lék Anand (eftir innan við mínútu) 26..a4?? – gagnafleikur! Magnað. Greinilega sást í útsendingunni þegar Magnús hafði leikið 26. Kd2 og var byrjaður að skrifa leikinn, að hann sá hvað hann hafði gert og hikaði áður en hann lauk við að skrifa.

Stuttu síðar lék Anand a4 og Carlsen lagði höfuðið á borðið, greinilega í talsverðu uppnámi og trúði varla því sem hann sá – hann komst upp með þetta.

Anand náði sér ekki á strik eftir þetta og snartapaði skákinni.

Staðan eftir 32. leik hvíts - Be4+

Staðan eftir 32. leik hvíts – Be4+

Anand átti smá möguleika hefði hann gefið skiptamun í þessari stöðu og leikið hrók á d1 í framhaldinu – þess í stað fór hann niður í logum.

Á blaðamannafundinum var Maggi eðlilega spurður um afleikinn.

Strax eftir leikinn áttaði ég mig á að ég var ótrúlega heppinn. Anand átti ekki von á þessu, svo ég slapp – Ég er ótrúlega sáttur.

Anand um atvikið sagði:

Þegar maður á ekki von á svona gjöf, þá tekur maður stundum ekki eftir því. Ég sá þetta eftir að ég lék [a4]. Þetta var hræðileg skák.

Á morgun er frídagur en á mánudag hefur Carlsen aftur hvítt og ætlar sér ugglaust að hamra járnið og vinna þá skák einnig; sérstaklega í ljósi hversu illa honum gengur með svart.

Sochi Chess 2014 from Michael Chukwuma Mkpadi on Vimeo.

Facebook athugasemdir