Stofan er helsta skákkaffihús Reykjavíkur.

Ólympíumót Hróksins á Stofunni á fimmtudagskvöld

Hrókurinn heldur Ólympíumótið í skák á Stofunni, Vesturgötu 3, á fimmtudagskvöldið kl. 20 og meðal keppenda verða margir af sterkustu skákmönnum landsins. Mótið er haldið í tilefni af því að 42. Ólympíumótið í Bakú fer fram í september og þar tefla karla- og kvennasveitir Íslands.

Íslandsmeistarinn 2016, Jóhann Hjartarson, teflir á Ólympíumótinu á Stofunni -- og í Bakú.

Íslandsmeistarinn 2016, Jóhann Hjartarson, teflir á Ólympíumótinu á Stofunni — og í Bakú.

Meðal keppenda á Stofunni verða stórmeistararnir Jóhann Hjartarson, Lenka Ptacnikova, Hannes Stefánsson, Helgi Áss Grétarsson og Stefán Kristjánsson. Kvennalandsliðið mætir í heild en það skipa, auk Lenku, þær Guðlaug Þorsteinsdóttir, Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir, Hrund Hauksdóttir og Verónika Steinunn Magnúsdóttir.

Hannes H. Stefánsson fer fyrir íslenska liðinu í Bakú og verður með á Hróksmótinu. Hér ásamt Birnu Norðdahl á Reykhólum sl. laugardag.

Hannes H. Stefánsson fer fyrir íslenska liðinu í Bakú og verður með á Hróksmótinu. Hér ásamt Birnu Norðdahl á Reykhólum sl. laugardag.

Af öðrum meisturum sem skráðir eru til leiks má nefna landsliðsmanninn Braga Þorfinnsson, Ingvar Þór Jóhannesson, Björn Ívar Karlsson og Elvar Guðmundsson. Alls munu 32 skákmenn leika listir sínar á Stofunni og er þetta eitt alsterkasta hraðskákmót ársins.

Kvennalandslið Íslands með landsliðseinvaldinum. Hallgerður Helga, Björn Ívar, Guðlaug, Hrund, Lenka og Verónika. Þau tefla öll á Stofumóti Hróksins.

Kvennalandslið Íslands með landsliðseinvaldinum. Hallgerður Helga, Björn Ívar, Guðlaug, Hrund, Lenka og Verónika. Þau tefla öll á Stofumóti Hróksins.

Skáklífið hefur blómstrað á Stofunni undanfarin misseri og þer eru reglulega haldin stórmót. Áhorfendur eru velkomnir og er tilboð á veitingum í tilefni af mótinu.

Facebook athugasemdir