Fyrverandi fyrrum heimsmeistarar

Ofurmótið í Bilbao: Anand númeri of stór fyrir Ruslan – Aronian tókst ekki að vinna Paco

Fyrsta umferð Ofurmeistaramótsins í Bilbao var tefld í dag samhliða EM-taflfélaga. Fjórir meistarar taka þátt í mótinu – Levon Aronian, Viswanathan Anand, Ruslan Ponomariov og Fransisco (Paco) Vallejo Pons.

Fyrrum fyrverandi heimsmeistararnir (Lawrence Trent), Viswanathan Anand og Ruslan Ponomariov mættust í hörkuskák í dag. Ruslan svaraði 1.d4 með Kóngindverskri vörn. Anand var hvergi banginn og tefldi mjög hvasst með h3 og g4 afbrigði (sjá stöðumynd). Upp kom lokuð staða þar sem hvítur stendur örlítið betur en er þó afar jafnteflisleg. Anand var ekki í jafnteflisgír í dag og óð á stöðu kollega síns og hakkaði hana gjörsamlega í spað. Heimsmeistarakandídatinn er greinilega í hörkuformi.

Andand - Ruslan. Staðan eftir g4

Andand – Ruslan. Staðan eftir g4

Í hinni skákinni mættust Paco Vallejo og Levon Aronian. Levon, sem stýrði svörtu mönnunum var lengi vel með mun betra tafl en mistókst að nýta kosti stöðunnar og kreista út vinning. Paco, sem er stigahæsti skákmaður Spánverja og nýkrýndur spánarmeistari var að vonum sáttur við skiptan hlut.

 

Viswantathan Anand – Ruslan Ponomariov

Skák heimsmeistarana fyrverandi í dag var lærdómsrík. Grípum niður í 29. leik – Staðan er til þess að gera jöfn en Anand sér færi á að opna stöðuna og virkja menn sína – sérstaklega hvítreita biskupinn sem hefur litlu hlutverki að gegna.

29. f4

29. f4

29.. exf4 30. Hxf4 Hxf4 31. Bxf4 Hf7

31..Hf7

31..Hf7

32. Bd2 Be7 33. Hg2!

33. Hg2!

33. Hg2!

Nú kemur styrkleikamunur þessara fyrrum fyrverandi heimsmeistara (Lawrence Trent) í ljós – Svartur er með tvo virka menn á borðinu, biskupinn á e6 og hrókinn á f7 – Anand er ekki lengi að átta sig á þessu. Ruslan á bara einn leik sem kemur í veg fyrir algjör yfirráð hvíts, Dc8 sem yfirvaldar g4 reitinn. Hann leikur hins vegar 33..Db6?? sem verður að gefa tvö spurningarmerki því nú tekur hvítur öll völd á borðinu með 34. Bg4! 34..Bxg4 35. Hxg4 – 

Anand beitir hér reglu Makagonov, sem segir að þegar ekki þarf að huga sérstaklega að mönnunum, þá er best að athuga hvaða maður er verst staðsettur (hefur ekkert hlutverk) og bæta stöðu hans. Reglan er kennd við Vladimir Andreevich Makagonov, sjá hér.

35. Hxg4

35. Hxg4

35..Rc7 36. Hf4! – Anand tekur opnu línuna og skiptir um leið upp á síðasta virka manni svarts. 36.. Re6 37. Hxf7 Kxf7 38. Dd5

Dd5

38.Dd5

Anand kórónar áætlun sína með 38.Dd5 – Svarta staðan er í rúst, peðin á a5, d6 og c5 eru auðveld skotmörk sem svartur getur ekki varið. Í stuttu máli drap hvítur öll þessi peð og fórnaði svo drottningunni undir lokin – spólum yfir nokkra leiki og sjáum hvað gerðist.

58.. Re4

58.. Re4

Staðan eftir 58.. Re4 – Svartur reynir hér síðustu brelluna í stöðunni – augljóslega getur hvítur ekki tekið riddarann með sínum riddara, því þá kemur h1=D og svartur vinnur. Anand var ekki í vandræðum með að svara þessu og lék 59. DxR! Svartur svaraði með 59..DxD 60. RxD h1=D

Capture

60..h1=D

Hvítur hefur fórnað drottningunni, er að vísu með tvo menn og þrjú peð fyrir, en eftir næsta leik gefur svartur skákina saddur lífdaga. Við eftirlátum lesendum að finna vinningsleikinn.

Facebook athugasemdir