Kári Elíson skrifar

Ódauðlega skák Ólafs

Ólafur Kristjánsson - Jón Þ. Þór og Jón Kristinsson

Ólafur Kristjánsson – Jón Þ. Þór og Jón Kristinsson (Mynd: skakmyndir.com)

Kári Elíson skrifar:

Akureyringurinn Ólafur Kristjánsson á glæsilegan skákferil að baki í meira en 50 ár!.. Það er langur tími enda sigrarnir margir. Ólafur hefur nokkrum sinnum orðið Skákmeistari Akureyrar og Skákmeistari SA og unnið mörg helgarskákmót og teflt í landsliðflokki og allt hvað eina.

Á þessu ári kominn á áttræðisaldur sigraði hann á 60 ára afmælismóti Gylfa Þórhallssonar yfirmeistara Akureyrar. (Á eftir að fjalla um þann kappa síðar!)

Það sem stendur þó upp úr þessu öllu hjá Óla er ein skák, já, EIN skák.
Tvítugur að aldri árið 1962 tefldi Óli skák sem varð víðfræg um allan heim. Hún birtist í mörgum tímaritum og einnig í erlendum bókum. Ég á þessa fléttuskák í þýskri bók: 200 neue Eröffnungsfallen gefin út af Sportverlag Berlin 1976. Skákin fær tvær blaðsíður í bókinni.

Sævar Bjarnason og Ólafur Kristjánsson 1987

Sævar Bjarnason og Ólafur Kristjánsson 1987 (Mynd: skakmyndir.com)

Upp kemur Kóngsindversk vörn þar sem Ólafur hefur svart. Hann er reyndar svo góður í þessari byrjun að hann gæti alveg teflt hana sofandi og samt fengið unnið. Takið eftir ferðalagi leikfléttupeðsins sem fer frá b7 til d1 með mát og uppvakningarstef í farteskinu.. Sannkallað töfrapeð

(17.c2!!). Innifalið í veisluborðinu er drottningarfórn og fæðing nýrrar drottningar eða riddara eftir atvikum. Í lokin gefst hvítur upp þegar hann er manni undir. En sjón er sögu ríkari:

 

Akureyri 1962

Hvítt: Halldór Jónsson
Svart: Ólafur Kristjánsson

Kóngsindversk vörn Seamisch afbrigði

Gefið. 0-1

Facebook athugasemdir