Ódauðleg skák Aljekíns – Bogoljubov er enginn skákmaður

Alexander Aljekín og Efim Bogoljubov elduðu saman grátt silfur um árabil. Þeir tefldu heimsmeistaraeinvígi í tvígang þar sem Aljekín bar höfuð og herðar yfir andstæðing sinn. Bogo átti þó til að spyrna við fótum og leggja Alla að velli með miklum flugeldasýningum sem nánar verða skoðaðar á næstu dögum.

Í dag lítum við á ódauðlega skák Aljekíns þar sem hann æðir um völlinn og fórnar hverri drottningunni á fætur annari; Drottningarfórnirnar sem litu dagsins ljós eru þrjár! – gerir aðrir betur!

Áður en skákin er skoðuð er rétt að benda á eftirfarandi smásögu sem birtist í athugasemdakerfi síðunnar. Sagan lýsir samskiptum Alla og Bogo, en þeir voru lítið að slá um sig með kærleiksríkum samskiptum:

Aljekín var eitt sinn spurður um Bogo, þá sagði hann eftirfarandi sögu. „Mig dreymdi eitt sinn að ég var kominn að gullna hliðinu og Pétur var í dyragættinni, þá reynir Aljekín að komast inn um gullna hliðið. Pétur sagði að þangað inn komist engir skákmenn. Í sama mund sér hann Bologjubov fyrir aftan Pétur, og segir en ég sé að Bologjubov er greinilega kominn inn um gullna hliðið þarna. Þá segir Pétur við Aljekín, Bologjubov er enginn skákmaður.“

Skákin er mögnuð! Bogo er með hvítt – hinn ekki.

Facebook athugasemdir