Nýársskákmót verður haldið í Vin, Hverfisgötu 47, mánudaginn 5. janúar klukkan 13. Tefldar verða sex umferðir með 7 umferða umhugsunartíma. Að mótinu standa Vinaskákfélagið og Hrókurinn og markar mótið upphaf á nýju og spennandi starfsári.
Allir eru velkomnir á nýársmótið í Vin og er þátttaka ókeypis.
Sérlega ljúffengar veitingar verða á mótinu enda vígð ný Kitchenaid hrærivél frá Einari Farestveit, sem skákmaðurinn Hlíðar Þór Hreinsson skákmaður m.m. færði athvarfinu.
Opnar æfingar eru í Vin á mánudögum klukkan 13 og þangað eru allir áhugamenn, jafnt byrjendur sem lengra komnir, hjartanlega velkomnir.
Á næstu vikum verður boðið upp á fyrirlestra og heimsóknir meistara í Vin, enda undirbúa liðsmenn Vinaskákfélagsins sig af kappi undir seinni hluta Íslandsmóts skákfélaga.
Gleðilegt ár — sjáumst í Vin á mánudaginn!