Ný gullöld Persíu?

Í hinn fornu Persíu, þar sem nú heitir Íran, var blómlegt skáklíf. Íran endaði í 48. sæti á Ólympíuskákmótinu í Tromsö, sem hljóta að teljast nokkur vonbrigði eftir ágæta byrjun. Stjarna sveitarinnar var 19 ára gamall alþjóðameistari Pouya Idani (2496).

Hann var meðal keppenda á N1 Reykjavíkurskákmótinu 2014 og stóð sig bærilega í Hörpu, fékk 6,5 vinning af 10 mögulegum og endaði í 31. sæti af rúmlega 200. Meðal fórnarlamba Idani á Reykjavíkurmótinu var Bolvíkingurinn harðsnúni, Guðmundur Gíslason og hinn efnilegi Örn Leó Jóhannsson.

Íraninn ungi skildi eftir rúmlega 4 skákstig í tónlistarhöllinni, en hann gerði betur í gömlu bruggverksmiðjunni í Tromsö: 7,5 vinningar í 10 skákum, árangur upp á 2625 skákstig — og stórmeistaraáfangi!

Hér er sviptingasöm skák frá Tromsö: Okkar maður hefur hvítt gegn stórmeistaranum Matej Sbenik frá Slóveníu…

Facebook athugasemdir