MótX-einvígið að hefjast: Nigel Short og Hjörvar Steinn glíma í Salnum

1MótX-einvígi Hjörvars Steins Grétarssonar og Nigels Short hefst laugardaginn 21. maí kl. 14 í Salnum í Kópavogi og er búist við mjög spennandi og fjörugri viðureign. Þrjár skákir eru tefldar á laugardag og þrjár á sunnudag. Nigel Short er goðsögn í skákheiminum og hefur teflt um heimsmeistaratitilinn, en Hjörvar Steinn er yngsti stórmeistari Íslands og næststigahæsti skákmaður landsins.

Englendingurinn Nigel Short fæddist 1965 og var undrabarn í skák. Hann var lengi sterkasti skákmaður Vestur-Evrópu og mætti Kasparov í 1 (2)einvígi um heimsmeistaratitilinn 1993, sama ár og Hjörvar Steinn fæddist. Hjörvar vakti snemma athygli fyrir mikla hæfileika við skákborðið og hefur unnið til ótal verðlauna.

Nigel Short tefldi á föstudaginn fjöltefli í Smáralind gegn 14 skákmönnum á öllum aldri. Stórmeistarinn sigraði í þrettán skákum, en gerði jafntefli í hörkuskák við hinn 13 ára gamla Vigni Vatnar Stefánsson.

Skákfélagið Hrókurinn skipuleggur MótX-einvígið og meðal annarra bakhjarla eru Kópavogsbær, Heimilistæki og Reykjavík Residence Hotel. Skákhátíðinni lýkur á sunnudagskvöld 3aþegar rokkhljómsveitin The Knight b4 kemur fram í fyrsta skipti á tónleikastaðnum Húrra. Hljómsveitina skipa Nigel Short, Arnljótur Sigurðsson, Hjörtur Ingvi Jóhannsson, Þorvaldur Ingveldarson og Viggó Einar Hilmarsson.

MótX-einvígið um helgina er opið öllum skákáhugamönnum og er aðgangur ókeypis. Mjög góð aðstaða verður í Salnum til að fylgjast með glímu meistaranna.

Facebook athugasemdir