Mót númer 2 í Flugfélagssyrpu Hróksins í hádeginu á föstudag: Allir geta unnið ferð fyrir 2 til Grænlands

3Mót númer 2 í Flugfélagssyrpu Hróksins í hádeginu á föstudag: Allir geta unnið ferð fyrir 2 til Grænlands

Annað mótið af fimm í Flugfélagssyrpu Hróksins verður haldið föstudaginn 19. september kl. 12:00 í Pakkhúsi Hróksins, við Geirsgötu 11 í Reykjavík. Til mikils er að vinna í Flugfélagsyrpunni, því sigurvegari í heildarkeppninni fær ferð til Grænlands í verðlaun. Þá er heppinn keppandi dreginn út, sem sömuleiðis fær ferð til Grænlands fyrir 2, og aukast vinningslíkur eftir því sem keppt er á fleiri mótum í Flugfélagssyrpunni.

Tefldar eru 5 umferðir með 5 mínútna umhugsunartíma. Keppendur á fyrsta mótinu voru 26, þar af sex stórmeistarar og tveir alþjóðlegir meistarar. Héðinn Steingrímsson sigraði, fékk 5 vinninga og tók þar með forystu í syrpunni. Næstur var Hjörvar Steinn Grétarsson með 4,5 og Helgi Ólafsson hlaut 4.

Flugfélagssyrpan er opin öllum skákmönnum og er þátttaka ókeypis.

Keppendur eru hvattir til að skrá sig sem fyrst, hérna:

 

 

5

 

IMG_3766

IMG_3809

Facebook athugasemdir