Mögnuð skák frá Ólympíuskákmótinu

rockyHér er á ferðinni mögnuð og sviptingasöm skák frá Ólympíuskákmótinu í Tromsö. Með hvítu mennina sjáum við heimamanninn Kjetil Lie sem teflir stórskemmtilega og fórnar fyrst peði á e5 og manni á d5 til að opna línur að svarta kóngnum. Síðan er öðrum manni fórnað og allir flóðgáttir opnar.

Með svörtu mennina er hinn reyndi Króati Zdenko Kozul. Hann bíður hinn spakasti og tekur við höggunum þangað til hann landar mögnuðu rothöggi sjálfur. Hvítur hefði unnið hefði hann ekki skákað á g6 og fundið réttu leikina í framhaldinu….í staðinn kom algjörlega MAGNAÐUR leikur….

25…Bc5!! er einn magnaðasti leikur sem sést hefur!

Segi það og skrifa, kíkjið á þessa mögnuðu skák og takið svo eftir ljóðrænni lokastöðu svörtu biskupanna sem hafa skipt um embætti við hvítu kollega sína frá upphafi skákarinnar!

Facebook athugasemdir